Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Matvæla­ráðu­neytið

Upplýsingar um starf

Starf

Lögfræðingur í atvinnuvegaráðuneyti

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

04.12.2025

Umsóknarfrestur

15.12.2025

Lögfræðingur í atvinnuvegaráðuneyti

Atvinnuvegaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á sviði neytendamála, á skrifstofu viðskipta og markaða.

Í atvinnuvegaráðuneyti starfa um 60 manns á fimm skrifstofum að málaflokkum og verkefnum tengdum grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Hlutverk skrifstofu viðskipta og markaða er að skapa skilvirkt og ábyrgt starfsumhverfi fyrir viðskipti, atvinnulíf og markaði, þar sem unnið er að málefnum sem varða m.a. samkeppnismál, neytendamál, almenn viðskiptamál, iðnað, félagarétt, erlendar fjárfestingar, endurskoðendur, staðla, ársreikninga, faggildingu og ríkisaðstoð.

Leitað er að einstaklingi sem er jákvæður, sýnir frumkvæði og er reiðubúinn til að takast á við krefjandi verkefni; er góður í mannlegum samskiptum, nákvæmur, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Lögfræðileg umsjón með málaflokki neytendamála

  • Vinna við gerð lagafrumvarpa og reglugerða á sviði neytendamála

  • Gerð stjórnsýsluúrskurða og undirbúningur ákvarðana um lögfræðileg málefni á sviði neytendamála

  • Umsjón með innleiðingu EES gerða á sviði neytendamála

  • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi á sviði neytendamála

  • Almenn stjórnsýslustörf

Hæfniskröfur

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði er skilyrði

  • Þekking og starfsreynsla á sviði neytendamála er skilyrði

  • Þekking og starfsreynsla af opinberri stjórnsýslu er skilyrði, þ.m.t. afgreiðsla stjórnsýsluerinda og gerð stjórnsýsluúrskurða

  • Reynsla af undirbúningi og skrifum lagafrumvarpa, sem og gerð reglugerða er skilyrði

  • Góð almenn tölvufærni og þekking á Office365 umhverfinu

  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.

  • Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá á íslensku ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir því hvernig umsækjandi uppfyllir tilgreindar hæfniskröfur. Sótt er um starfið í gegnum Starfatorg.is

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Athygli er vakin á að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019. Við ráðningar í störf hjá atvinnuvegaráðuneytinu er tekið mið af jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins. Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2025

Nánari upplýsingar veitir

Ingvi Már Pálsson

Tölvupóstur: ingvi.mar.palsson@atrn.is

Bryndís Guðrún Knútsdóttir

Tölvupóstur: bryndis.gudrun.knutsdottir@atrn.is

Þjónustuaðili

Matvæla­ráðu­neytið

Upplýsingar um starf

Starf

Lögfræðingur í atvinnuvegaráðuneyti

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

04.12.2025

Umsóknarfrestur

15.12.2025