
Þjónustuaðili
Skatturinn
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingar til starfa við skatteftirlit á sviði virðisaukaskatts
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
03.12.2025
Umsóknarfrestur
15.12.2025
Sérfræðingar til starfa við skatteftirlit á sviði virðisaukaskatts
Skatturinn leitar að áhugasömum sérfræðingum til að starfa með öflugum hópi starfsfólks á álagningarsviði í höfuðstöðvum Skattsins í Katrínartúni í Reykjavík. Meginhlutverk álagningarsviðs er álagning opinberra gjalda á einstaklinga og lögaðila og sinna þeim verkefnum sem því tengjast, þ.m.t. undirbúningi, þjónustu, eftirliti og afgreiðslu erinda og kæra. Um fullt starf er að ræða.
Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um fjölbreytt verkefni er að ræða er varða skatteftirlit í virðisaukaskatti. Meðal annars úrvinnsla flókinna álitaefna og krefjandi verkefna sem fela í sér greiningu og eftirfylgni til að hindra skattundanskot, skoðun bókhaldsgagna, ritun bréfa og lögfræðilegra úrlausna.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði lögfræði, viðskiptafræði eða hagfræði, lágmarksmenntun er bakkalár gráða, meistaragráða er æskileg
Þekking á lögum, reglugerðum og framkvæmd er varðar virðisaukaskatt er kostur
Þekking á bókhaldi, reikningsskilum, málsmeðferðarreglum og almennri skattframkvæmd er kostur
Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu mál
Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
Rík þjónustulund, jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar.
Hreint sakavottorð.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Ferilskrá, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa.
Í boði er áhugavert starf á krefjandi og skemmtilegum vinnustað. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar. Umsóknir geta gilt í allt að 6 mánuði að loknum umsóknarfresti.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2025
Nánari upplýsingar veitir

Þjónustuaðili
Skatturinn
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingar til starfa við skatteftirlit á sviði virðisaukaskatts
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
03.12.2025
Umsóknarfrestur
15.12.2025