Þjónustuaðili
Embætti landlæknis
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingur á sviði hreyfingar
Staðsetning
Óstaðbundið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
03.12.2025
Umsóknarfrestur
15.12.2025
Sérfræðingur á sviði hreyfingar
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing á sviði hreyfingar og lýðheilsu á lýðheilsusvið embættisins. Um er að ræða áhugavert, krefjandi og fjölbreytt starf sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og fagmennsku. Lýðheilsusvið vinnur að heilsueflingar- og forvarnastarfi þar sem unnið er heildstætt með helstu áhrifaþætti heilbrigðis. Unnið er að heilsueflingu m.a. með því að stuðla að aukinni hreyfingu, hollu mataræði, góðum svefni, geðrækt ásamt tóbaks-, áfengis- og vímuvörnum. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri lýðheilsu en viðkomandi mun vinna í samstarfi við aðra sérfræðinga, innan og utan embættisins
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur að opinberum ráðleggingum um hreyfingu fyrir öll aldursskeið
Vinnur að fræðsluefni um hreyfingu fyrir heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskóla, heilsueflandi vinnustaði og heilsueflandi samfélög
Situr í faghópum heilsueflandi nálgana á sviði lýðheilsu og teymi lifnaðarhátta
Situr í norrænum og evrópskum sérfræðihópum á sviði hreyfingar og tekur þátt í norrænum og Evrópuverkefnum sem embætti landlæknis er þátttakandi í
Tekur þátt í greinaskrifum, fundum og fyrirlestrum eftir því sem við á og er í samstarfi við hagaðila á sviði hreyfingar
Sér til þess í samvinnu við sviðsstjóra og vefstjóra að ítarlegt og uppfært fræðsluefni innan málaflokksins sé ætíð að finna á heimasíðu embættis landlæknis og Heilsuveru
Vinnur að gerð fræðsluefnis fyrir samfélagsmiðla með sérfræðingum á því sviði
Svarar efnislega fyrir málaflokkinn í fjölmiðlum í nánu samstarfi við sviðsstjóra og/eða landlækni
Önnur verkefni að beiðni sviðsstjóra eða landlæknis
Hæfniskröfur
Háskólagráða á sviði hreyfingar s.s. í sjúkraþjálfun eða íþrótta- og heilsufræði,
Framhaldsnám á háskólastigi er skilyrði, menntun á sviði lýðheilsu er æskileg
Starfsreynsla sem nýtist í starfi
Gott vald á ensku
Góð færni í tölfræðiúrvinnslu og túlkun gagna
Góð færni og reynsla í framsetningu máls í ræðu og riti
Framúrskarandi hæfni og lipurð í samskiptum
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins og við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið. Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá, auk 1-2 bls. kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Mat á hæfni umsækjenda byggir á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Eingöngu er tekið við umsóknum rafrænt í gegnum vefgátt Starfatorgs.
Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hlutverk embættisins í hnotskurn er að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum. Embættið hefur sett sér gildi sem starfsfólki ber að hafa að leiðarljósi þ.e. ábyrgð, virðing og traust. Við erum heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á að efla mannauð og stuðla að góðri heilsu og líðan starfsfólks.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2025
Nánari upplýsingar veitir
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingur á sviði hreyfingar
Staðsetning
Óstaðbundið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
03.12.2025
Umsóknarfrestur
15.12.2025