Þjónustuaðili
Náttúruverndarstofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Yfirlandvörður á Breiðamerkursandi
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
28.11.2025
Umsóknarfrestur
08.12.2025
Yfirlandvörður á Breiðamerkursandi
Náttúruverndarstofnun auglýsir laust til umsóknar starf yfirlandvarðar á Breiðamerkursandi. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í einstakri náttúru. Svæðið er aðgengilegt árið um kring og einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.
Staða yfirlandvarðar er heilsársstaða og heyrir undir þjóðgarðsvörð á svæðinu. Æskilegt er að nýr yfirlandvörður geti hafið störf sem fyrst. Unnið er á vöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirlandvörður skipuleggur, forgangsraðar og stýrir daglegum verkefnum landvarða og eftir atvikum annarra starfsmanna í samráði þjóðgarðsvörð. Hann sér einnig um þjálfun starfsfólks í samráði við þjóðgarðsvörð og aðstoðarþjóðgarðsvörð, fræðslu og upplýsingagjöf á svæðinu, hefur eftirlit með náttúru og innviðum, sinnir viðhaldi og þjónustu við ferðamenn í samvinnu við aðra landverði á svæðinu. Hluti starfsins felur í sér samskipti við fyrirtæki með starfsemi á svæðinu.
Hæfniskröfur
Þjónustulund, samskiptahæfni, stundvísi og umhverfisvitund
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Geta til að vinna undir álagi
Landvarðaréttindi og að hafa lagt stund á náttúrutúlkun
Geta til að tileinka sér þekkingu á þjóðgarðinum og nærsvæðum hans
Gott vald á íslensku og ensku. Frekari tungumálakunnátta er kostur
Almenn ökuréttindi. Reynsla af akstri breyttra jeppa er kostur
Reynsla af verkstjórn og starfsmannahaldi er kostur
Færni í miðlun upplýsinga
Verkþekking er kostur
Menntun og reynsla af ferðum á skriðjökla er kostur
Réttindi í fyrstu hjálp eru kostur
Störf á friðlýstum svæðum og starf við leiðsögn, reynsla af útivist og fjallamennsku er kostur.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um Náttúruverndarstofnun
Náttúruverndarstofnun tók til starfa þann 1. janúar 2025 þegar starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og sá hluti Umhverfisstofnunar sem sneri að náttúruvernd og lífríkis- og veiðistjórnun sameinuðust í nýja stofnun. Stofnunin hefur víðtækt hlutverk í náttúruvernd, sjálfbærri þróun og vernd friðlýstra svæða ásamt umsjón með villtum dýrum og veiðistjórnun. Markmið hennar er að tryggja að náttúra Íslands njóti verndar til framtíðar.
Vinsamlegast látið ferliskrá og kynningarbréf þar sem færð eru rök fyrir hæfni í starfið fylgja með umsókninni.Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð kyni og uppruna.Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.12.2025
Nánari upplýsingar veitir
Þjónustuaðili
Náttúruverndarstofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Yfirlandvörður á Breiðamerkursandi
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
28.11.2025
Umsóknarfrestur
08.12.2025