Þjónustuaðili
Sjúkrahúsið á Akureyri
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingur í meltingarsjúkdómum við Sjúkrahúsið á Akureyri
Staðsetning
Norðurland eystra
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
03.12.2025
Umsóknarfrestur
02.01.2026
Sérfræðingur í meltingarsjúkdómum við Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að ráða sérfræðing í meltingarsjúkdómum við lyflækningadeild. Um er að ræða 100% stöðu en möguleiki er á minna starfshlutfalli. Staðan er laus eftir samkomulagi.
Komdu í lið með okkur og finndu jafnvægið fyrir norðan!
Af hverju Sjúkrahúsið á Akureyri?
Góð starfsaðstaða og sterk fagleg samvinna
Tækifæri til kennslu og þróunar
Lífsgæði og samfélag
Náttúruperla með frábærum möguleikum til útivistar
Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
Sterk liðsheild
Næsti yfirmaður er Guðjón Kristjánsson, forstöðulæknir lyflækninga.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hefðbundin vinna í lyflækningum á legudeild og göngudeild, auk ráðgjafar fyrir aðrar einingar sjúkrahússins
Þátttaka í bakvöktum
Kennsla og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og ungra lækna
Möguleiki á þátttöku í rannsóknarvinnu
Hæfniskröfur
Fullgilt íslenskt lækningaleyfi og fullgild réttindi í almennum lyflækningum
Undirsérgrein í meltingarsjúkdómum
Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði
Hæfni og geta til að vinna í teymi
Samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu og reynslu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða
Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Sjúkrahússins á Akureyri við ráðningar í störf á sjúkrahúsinu. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað.
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi þar sem áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússins sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.01.2026
Nánari upplýsingar veitir
Þjónustuaðili
Sjúkrahúsið á Akureyri
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingur í meltingarsjúkdómum við Sjúkrahúsið á Akureyri
Staðsetning
Norðurland eystra
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
03.12.2025
Umsóknarfrestur
02.01.2026