
Þjónustuaðili
Persónuvernd
Upplýsingar um starf
Starf
Lögfræðingur - Persónuvernd
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
25.11.2025
Umsóknarfrestur
15.12.2025
Lögfræðingur - Persónuvernd
Persónuvernd óskar eftir að ráða kraftmikinn og áhugasaman lögfræðing til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf sem felur í sér tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á þróun persónuverndar á Íslandi.
Hlutverk Persónuverndar er að tryggja réttindi einstaklinga og stuðla að því, með fræðslu og eftirliti, að opinberar stofnanir, fyrirtæki og aðrir fylgi persónuverndarlögum. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu, aðgang að mötuneyti, sveigjanlegan vinnutíma og kost á fjarvinnu að hluta.
Helstu verkefni og ábyrgð
Öll afgreiðsla og meðferð mála sem heyra undir Persónuvernd, m.a. vinna að úrskurðum í ágreiningsmálum, ákvörðunum, umsögnum og álitum
Verkefni tengd erlendu samstarfi, svo sem í tengslum við þátttöku Persónuverndar í Evrópska persónuverndarráðinu
Svörun erinda, gerð fræðsluefnis og önnur almenn upplýsingagjöf
Hæfniskröfur
Skilyrði er að umsækjendur hafi lokið grunnnámi ásamt meistaraprófi í lögfræði, eða sambærilegu námi
Mjög gott vald á íslensku í mæltu og rituðu máli er skilyrði
Góð enskukunnátta er skilyrði
Þekking eða reynsla á sviði persónuverndar og stjórnsýsluréttar er kostur
Faglegur metnaður og áhugi á tækni og mannréttindum
Góð greiningarhæfni og færni til að miðla upplýsingum á skýran hátt
Öguð og nákvæm vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði við úrlausn viðfangsefna
Mjög góð samskiptahæfni, lausnamiðað hugarfar og jákvætt viðhorf
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.
Um er að ræða fullt og ótímabundið starf á skrifstofu Persónuverndar að Laugavegi 166. Gagnkvæmur reynslutími er níu mánuðir. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun og önnur starfskjör ákvarðast af kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, og Stéttarfélags lögfræðinga, sem og gildandi stofnanasamningi Persónuverndar við Stéttarfélag lögfræðinga. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðu sérfræðings 2, samkvæmt 3. kafla stofnanasamningsins, og að lágmarksröðun starfsins verði í launaflokki 16-0, sbr. launatöflu Stéttarfélags lögfræðinga, en um mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu og öðrum þáttum fer samkvæmt ákvæðum stofnanasamningsins. Starfið heyrir undir sviðsstjóra.
Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá (hámark 2 bls.) og kynningarbréf (hámark 1 bls.), hvort tveggja á íslensku. Í umsóknargögnum skal gera grein fyrir hæfni umsækjanda til að gegna starfinu, með hliðsjón af hæfniskröfum í auglýsingunni. Umsókn skal einnig fylgja afrit af prófskírteinum úr háskóla. Sótt er um starfið rafrænt í gegnum Starfatorg.
Í ráðningarferlinu verður meðal annars litið til gæða umsóknargagna. Þá verður horft til þess að umsækjandi falli sem best að þörfum stofnunarinnar. Þeir umsækjendur, sem boðaðir verða í viðtal, mega gera ráð fyrir að viðtalið fari að hluta fram á ensku, vegna mats á tungumálakunnáttu til samræmis við hæfniskröfur.
Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa.
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2025.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2025
Nánari upplýsingar veitir

Þjónustuaðili
Persónuvernd
Upplýsingar um starf
Starf
Lögfræðingur - Persónuvernd
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
25.11.2025
Umsóknarfrestur
15.12.2025