Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Upplýsingar um starf
Starf
Sjúkraliðar á slysa- og bráðamóttöku
Staðsetning
Suðurnes
Starfshlutfall
50-100%
Starf skráð
06.01.2026
Umsóknarfrestur
26.01.2026
Sjúkraliðar á slysa- og bráðamóttöku
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir sjúkraliða á slysa- og bráðamóttöku. Unnið er í vaktavinnu. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Á HSS er lögð áhersla á góða samvinnu, stuttar boðleiðir og góðan starfsanda.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu.
Starf á slysa- og bráðamóttöku er umfangsmikið, fjölbreytt og lærdómsríkt. Starfið felur í sér móttöku og aðhlynningu sjúklinga sem leita á slysa- og bráðadeild, bæði vegna sjúkdóma og slysa. Þar fer einnig fram brotaendurkoma.
Nemar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum hjúkrunar og deildarinnar.
Hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi
Faglegur metnaður og vandvirkni
Framúrskarandi samskiptahæfni
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Hlýtt og jákvætt viðmót
Starfsreynsla er kostur
Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá, starfsleyfi og staðfesting á námi ef við á. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað um leið og ráðið hefur verið í starfið. Umsókn gildir í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.01.2026
Nánari upplýsingar veitir
Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Upplýsingar um starf
Starf
Sjúkraliðar á slysa- og bráðamóttöku
Staðsetning
Suðurnes
Starfshlutfall
50-100%
Starf skráð
06.01.2026
Umsóknarfrestur
26.01.2026