
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður æðaskurðlækninga - Hlutastarf
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
50%
Starf skráð
28.03.2025
Umsóknarfrestur
07.04.2025
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður æðaskurðlækninga - Hlutastarf
Laust er til umsóknar starf heilbrigðisritara/ skrifstofumanns í hlutastarf á æðaskurðlækningum Landspítala í Fossvogi.
Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér nýja hluti. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun og gott starfsumhverfi. Um er að ræða 50% dagvinnustarf sem er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Útvegun og frágangur gagna og gagnavinnsla í tölvukerfum Landspítala
Símsvörun og upplýsingagjöf: Svara símtölum, og leiðbeina sjúklingum og aðstandendum þeirra
Umsjón vaktaskema
Umsjón og samkipti við erlenda afleysingalækna og sjúkahús erlendis
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfimann
Hæfniskröfur
Heilbrigðisritaranám, stúdentspróf eða annað sambærilegt nám
Reynsla af ritarastörfum er kostur
Jákvætt viðmót, þjónustulipurð, sveigjanleiki og afburða samskiptahæfni
Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði í starfi og geta til að vinna undir álagi
Góð íslensku- og enskukunnátta
Góð tölvukunnátta
Þekking á Sögu og klínískum kerfum Landspítala er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsóknir sendist rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá, ásamt kynningarbréfi í PDF formi.
Þetta tækifæri er kjörið fyrir þig ef þú hefur áhuga á heilbrigðisþjónustu, ert með ríka þjónustulund og vilt vera hluti af fjölbreyttum og góðu teymi.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, heilbrigðisritari, skrifstofustörf, móttaka, ritari, skrifstofumaður
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5
Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 07.04.2025
Nánari upplýsingar veitir
Lilja Þyri Björnsdóttir, liljabjo@landspitali.is
Sími: 825-3592

Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður æðaskurðlækninga - Hlutastarf
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
50%
Starf skráð
28.03.2025
Umsóknarfrestur
07.04.2025