Þjónustuaðili
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Upplýsingar um starf
Starf
Löglærður fulltrúi sýslumanns
Staðsetning
Austurland
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
07.03.2025
Umsóknarfrestur
28.03.2025
Löglærður fulltrúi sýslumanns
Sýslumaðurinn á Austurlandi auglýsir starf löglærðs fulltrúa, með starfsstöð á Eskifirði, laust til umsóknar. Starfið felur í sér stjórnsýslumeðferð mála á grundvelli lögræðislaga, laga um nauðungarsölu, laga um aðför, hjúskaparlaga, barnalaga, erfðalaga o.fl.
Um fullt starf er að ræða og gert er ráð fyrir að nýr starfsmaður hefji störf á fyrri hluta ársins 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
Greining, úrlausn, ákvarðanir um málsmeðferð og eftirfylgni mála.
Upplýsingagjöf, leiðbeiningar og samskipti við þjónustuþega.
Samskipti við önnur stjórnvöld.
Þátttaka í nýsköpun og framþróun í málaflokknum sýslumanna.
Hæfniskröfur
Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
Starfsreynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
Geta til að vinna sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna.
Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Skipulögð og öguð vinnubrögð.
Geta til að vinna undir álagi.
Góð tölvukunnátta.
Færni í mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.
Almenn ökuréttindi.
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að taka þátt í mikilvægum verkefnum embættisins og þjónustu við íbúa og lögaðila á Austurlandi.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.
Umsókn um starfið þarf að fylgja afrit af prófskírteinum ásamt ítarlegri starfsferilsskrá og upplýsingum um meðmælendur. Einnig kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Allir einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um starfið.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.03.2025
Nánari upplýsingar veitir
Svavar Pálsson, svavar.palsson@syslumenn.is
Sími: 458-2600
Þjónustuaðili
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Upplýsingar um starf
Starf
Löglærður fulltrúi sýslumanns
Staðsetning
Austurland
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
07.03.2025
Umsóknarfrestur
28.03.2025