Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður, hlutastarf
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
-50%
Starf skráð
14.01.2025
Umsóknarfrestur
24.01.2025
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður, hlutastarf
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður óskast í hlutastarf á smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi. Deildin er 21 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 manns í virku þverfaglegu samstarfi og unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum einstaklingshæfða aðlögun.
Starfshlutfall er 50% og unnið er aðra hverja helgi. Ráðið er í starfið sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn og sérhæfð ritarastörf á deild s.s. símsvörun, upplýsingagjöf, útvegun og frágangur gagna og gagnavinnsla í tölvukerfi Landspítala
Pantanir og innkaup
Ábyrgð á daglegum verkefnum deildar skv. verklagi
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við deildarstjóra
Hæfniskröfur
Heilbrigðisritaramenntun, stúdentspróf eða annað nám og/ eða reynsla sem nýtist í starfi
Faglegur metnaður, þjónustulipurð og góð færni í mannlegum samskiptum
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð sem og frumkvæði í starfi
Tölvufærni
Þekking á tölvukerfi Landspítala æskileg
Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, heilbrigðisritari, skrifstofustörf, móttaka, ritari, skrifstofumaður
Tungumálahæfni: íslenska 5/5, enska 4/5
Starfshlutfall er -50%
Umsóknarfrestur er til og með 24.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Jana Katrín Knútsdóttir, janakk@landspitali.is
Sími: 620-1680
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður, hlutastarf
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
-50%
Starf skráð
14.01.2025
Umsóknarfrestur
24.01.2025