Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Sumarstörf 2025 - Vöruhús
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
14.01.2025
Umsóknarfrestur
28.02.2025
Sumarstörf 2025 - Vöruhús
Landspítali auglýsir laus til umsóknar sumarstörf í vöruhúsi Landspítala. Leitað er eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum, stundvísi og heiðarleika.
Vöruhús Landspítala hýsir heilbrigðis- og rekstrarvörur fyrir spítalann og aðrar heilbrigðisstofnanir. Hlutverk starfsmanna í vöruhúsi er móttaka á vörum og afgreiðsla pantana til viðskiptavina ásamt þrifum og öðrum tilfallandi verkefnum sem tilheyra í vöruhúsi. Starfsmaður í vöruhúsi heyrir undir teymisstjóra vöruhúss sem er ábyrgur fyrir því að starfsemi vöruhúss gangi skilvirkt fyrir sig eftir settum markmiðum.
Vöruhús Landspítala er hluti af aðfangaþjónustu sem skiptist í fimm teymi, vöruhús, þvottahús, flutningsþjónustu á Hringbraut, flutningsþjónustu í Fossvogi og deildaþjónustu. Vöruhúsið er staðsett á Tunguhálsi og þar vinna 20 manns. Unnið er í vöruhúsi alla virka daga frá 07:00-16:00 og skiptast starfsmenn á að vinna 07:00-14:00 og 09:00-16:00
Helstu verkefni og ábyrgð
Móttaka á vörum frá birgjum
Tiltekt pantana til viðskiptavina
Þrif og önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
Reynsla af vinnu í vöruhúsi kostur
Jákvætt og lausnamiðað viðhorf
Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að starfa í teymi
Þjónustulund, metnaður og frumkvæði
Góðir samskiptahæfileikar
Íslenskumælandi eða enskumælandi
Einstaklingur þarf að hafa náð 18 ára aldri að lágmarki
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: þjónustustörf, lagerstörf, móttaka, afgreiðsla, þrif
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2025
Nánari upplýsingar veitir
Sigurður Pétur Jónsson, sigjonss@landspitali.is
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Sumarstörf 2025 - Vöruhús
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
14.01.2025
Umsóknarfrestur
28.02.2025