Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Náttúru­vernd­ar­stofnun

Upplýsingar um starf

Starf

Landvörður í Skaftafelli

Staðsetning

Suðurland

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

07.01.2025

Umsóknarfrestur

20.01.2025

Landvörður í Skaftafelli

Náttúruverndarstofnun auglýsir fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg starf landvarðar í Skaftafelli laust til umsóknar. Leitað er að landverði sem getur hafið störf sem fyrst og starfað fram að hausti 2025 með möguleika á framlengingu.

Náttúruverndarstofnun tók til starfa þann 1. janúar 2025 og tekur stofnunin við starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og þeim hluta Umhverfisstofnunar er lýtur að náttúruvernd og lífríkis- og veiðistjórnun. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða, vernd villtra fugla og spendýra og veiðistjórnunar. Þá sinnir stofnunin samhæfingu í skipulagi svæðisbundinnar stjórnunar og verndar og eftirliti á ofangreindum sviðum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samskipti við gesti þjóðgarðsins, upplýsingamiðlun og fræðsla

  • Eftirlit og vöktun náttúrufars

  • Almenn afgreiðslu- og upplýsingagjöf í gestastofu

  • Létt viðhald á innviðum ásamt ræstingum

  • Stuðla að öryggi gesta

  • Afgreiðsla á tjaldsvæði

Hæfniskröfur

  • Landvarðaréttindi eða reynsla af landvörslustörfum eða öðrum störfum á friðlýstum svæðum

  • Góð samskiptahæfni og færni í miðlun upplýsinga

  • Þjónustulund, sveigjanleiki og lausnamiðuð hugsun

  • Umhverfisvitund og verkkunnátta

  • Ökuréttindi

  • Gott vald á íslensku og ensku, frekari tungumálakunnátta er kostur

  • Fyrstu hjálpar réttindi eru kostur

  • Reynsla af útivist og fjallamennsku er kostur

  • Menntun og reynsla af ferðum á skriðjökla er kostur

  • Staðþekking á viðkomandi starfssvæði er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Í rafrænu umsókninni, undir liðnum "Annað sem þú vilt að komi fram", þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:

  1. Réttindi og hæfni sem varða:

a. Landvarðaréttindi (hvaða ár og hvaðan)b. Skyndihjálparréttindi (hvaða ár og hvaðan)c. Tungumálakunnáttad. Ökuréttindie. Önnur reynsla sem umsækjandi telur að gagnist honum í starfi
2. Annað sem viðkomandi vill koma á framfæri.

Umsækjendur eru hvattir til að hengja ferilskrá við rafrænu umsóknina.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.01.2025

Nánari upplýsingar veitir

Linda Björk Hallgrímsdóttir, linda.b.hallgrimsdottir@nattura.is

Sími: 8424370

Þjónustuaðili

Náttúru­vernd­ar­stofnun

Upplýsingar um starf

Starf

Landvörður í Skaftafelli

Staðsetning

Suðurland

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

07.01.2025

Umsóknarfrestur

20.01.2025