Þjónustuaðili
Þjóðminjasafn Íslands
Upplýsingar um starf
Starf
Þróunar- og fræðslustjóri
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
23.12.2024
Umsóknarfrestur
07.01.2025
Þróunar- og fræðslustjóri
Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar nýtt starf þróunar- og fræðslustjóra. Í boði er áhugavert og krefjandi starf með fjölbreyttum verkefnum fyrir metnaðarfullan einstakling þar sem reynir á teymisstjórn, frumkvæði, skapandi hugsun, ríka þjónustulund, og samskiptahæfni. Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi þar sem sköpun, fræðsla og varðveisla menningararfsins fléttast saman í hvetjandi og framsæknu umhverfi. Þróunar- og fræðslustjóri mun heyra undir framkvæmdastjóra þjónustusviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þróa og móta ásýnd Þjóðminjasafnsins með sérstakri áherslu á að laða að yngstu gestina og stuðla að aukinni þátttöku þeirra
Byggja upp virkt fræðslunet Þjóðminjasafnsins sem höfuðsafns
Bera ábyrgð á miðlun og fræðslu, með áherslu á gerð efnis fyrir ólíka hópa
Bera ábyrgð á viðburðateymi ásamt fræðslu- og viðburðadagskrá og þróun hennar
Stjórna verkefnum tengdum mótun, endurnýjun og viðhaldi á grunn- og sérsýningum til að tryggja nýsköpun og gæði
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfið er skilyrði
Reynsla af verkefnastjórnun á sviði fræðslu í safni er kostur
Reynsla af mannaforráðum er kostur
Frjó og skapandi hugsun
Færni í mótun hugmynda og lausna
Góð samskiptahæfni og leiðtogafærni eru skilyrði
Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Vald á Norðurlandamáli er kostur
Vönduð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar eru skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Viska - stéttarfélag hafa gert.
Um 100% starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
Með umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá með greinargóðum upplýsingum um störf umsækjenda og menntun, nöfnum a.m.k. tveggja umsagnaraðila ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og inniheldur rökstuðning fyrir hæfni í starfið.
Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um enda er við ráðningar í störf hjá safninu tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Auður Harpa Þórsdóttir, harpa.thorsdottir@thjodminjasafn.is
Sími: 5302200
Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, kristin.yr.hrafnkelsdottir@thjodminjasafn.is
Sími: 5302200
Þjónustuaðili
Þjóðminjasafn Íslands
Upplýsingar um starf
Starf
Þróunar- og fræðslustjóri
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
23.12.2024
Umsóknarfrestur
07.01.2025