Þjónustuaðili
Þjóðminjasafn Íslands
Upplýsingar um starf
Starf
Umjónarmaður fasteigna, öryggismála og viðgerða á kjarnasviði safneignar
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
23.12.2024
Umsóknarfrestur
07.01.2025
Umjónarmaður fasteigna, öryggismála og viðgerða á kjarnasviði safneignar
Laust er til umsóknar fullt starf umsjónarmanns fasteigna, öryggismála og viðgerða á kjarnasviðið safneignar hjá Þjóðminjasafni Íslands. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér ábyrgð og daglega umsjón með varðveislu- og safnahúsnæði safnsins, viðhaldi og rekstri öryggiskerfa ásamt eftirliti og umsjón með viðhaldi í húsasafni. Leitað er að vandvirkum, vinnusömum, þjónustulunduðum og úrræðagóðum einstaklingi með góða þekkingu á viðhaldi. Aðalstarfsstöðvar viðkomandi starfsmanns eru á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði og í Vesturvör í Kópavogi.
Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli laga um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Helstu verkefni og ábyrgð
Dagleg umsjón og eftirlit með varðveislu- og safnahúsnæði
Dagleg umsjón með viðhaldi og samskiptum við þjónustuaðila og iðnaðarmenn
Gerð viðhaldsáætlana
Innkaup og öflun tilboða
Umsjón með lóðum og sorphirðumálum
Eftirlit með viðgerðum og viðhaldi í húsasafni
Minniháttar viðhald
Tekur þátt í uppsetningu og niðurtöku sýninga
Tekur þátt í ýmsum verkefnum tengdum safnkosti
Er fulltrúi safnsins í öryggisnefnd og tekur þátt í öryggisþjálfun starfsfólks
Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Verklagni, vinnusemi, nákvæmni, frumkvæði og vönduð vinnubrögð
Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
Áhugi og þekking á byggingararfinum er kostur
Eiga auðvelt með að vinna í hópi og einn
Almenn góð tölvukunnátta
Líkamlegt hreysti og snyrtimennska
Rík þjónustulund, sjálfstæð vinnubrögð og dugnaður eru skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá með greinargóðum upplýsingum um störf umsækjenda og menntun, nöfnum a.m.k. tveggja umsagnaraðila ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið.
Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um enda er við ráðningar í störf hjá safninu tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Ágústa Kristófersdóttir, agusta@thjodminjasafn.is
Ingibjörg Eðvaldsdóttir, ingibjorg.edvaldsdottir@thjodminjasafn.is
Sími: 863-5511
Þjónustuaðili
Þjóðminjasafn Íslands
Upplýsingar um starf
Starf
Umjónarmaður fasteigna, öryggismála og viðgerða á kjarnasviði safneignar
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
23.12.2024
Umsóknarfrestur
07.01.2025