Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Hagstofa Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur í hagskýrslugerð

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

20.12.2024

Umsóknarfrestur

30.12.2024

Sérfræðingur í hagskýrslugerð

Hagstofa Íslands leitar að sérfræðingi í undirbúningi og innleiðingu tveggja úrtaksrannsókna, Evrópsku heilsufarsrannsóknarinnar (e. European Health Interview Survey) og Rannsóknar á fjárhagi heimila (e. Household Budget Survey). Helstu verkefni felast í undirbúningi gagnaöflunar, hönnun og innleiðingu úrvinnslu og greiningarferla, úrvinnslu og gagnaskilum til Eurostat. Starfið er staðsett í þróunardeild Hagstofunnar en í því felast mikil samskipti við ýmiskonar haghafa innan og utan Hagstofunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Undirbúningur gagnaöflunar

  • Hönnun og innleiðing úrvinnslu og greiningarferla

  • Hönnun og innleiðing úrvinnslu og gagnaskila til Eurostat

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (til dæmis hagnýt stærðfræði eða tölfræði)

  • Framúrskarandi kunnátta á R

  • Góð tölfræðiþekking

  • Mikil og góð samskipta- og samstarfsfærni

  • Góð þekking á gagnahögun

  • Þekking á gagnasöfnun með aðferðum úrtaksrannsókna

  • Skipulögð og öguð vinnubrögð

  • Þekking á opinberri hagtölugerð

  • Geta til að skrifa texta á íslensku og ensku

  • Reynsla af gagnagrunnsvinnu

  • Greining ferla og aðgerða

  • Reynsla af innleiðingu tæknilegra lausna er kostur

  • Þekking á gæðamálum er kostur

  • Þekking á öryggismálum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2024 og skal sótt um á ráðningarvef ríkisins, www.starfatorg.is

Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóda Elín V. Margrétardóttir, joda.e.v.margretardottir@hagstofa.is.

Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Leiðarljós starfseminnar eru þjónusta, áreiðanleiki og framsækni. Hagstofan er staðsett í lifandi umhverfi í Borgartúninu, starfsumhverfið er jákvætt, fjölskylduvænt og sveigjanlegt og við höfum öflugt starfsmannafélag. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2024

Nánari upplýsingar veitir

Jóda Elín V. Margrétardóttir, joda.e.v.margretardottir@hagstofa.is

Þjónustuaðili

Hagstofa Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur í hagskýrslugerð

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

20.12.2024

Umsóknarfrestur

30.12.2024