Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Heilbrigð­is­stofnun Suður­nesja

Upplýsingar um starf

Starf

Starfsfólk í ræstingu

Staðsetning

Suðurnes

Starfshlutfall

70-100%

Starf skráð

18.12.2024

Umsóknarfrestur

15.01.2025

Starfsfólk í ræstingu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskar eftir að ráða til starfa starfsfólk í ræstingu. Auglýst er eftir alls sex stöðugildum. Starfshlutfall er 70-100% eftir samkomulagi. Um er að ræða vaktavinnu og mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér ræstingu í öllum byggingum HSS í Keflavík. Um er að ræða vinnu í teymi sem skipuleggur og hefur umsjón með almennri ræstingu, sértækum þrifum og öðrum sérverkefnum tengdum ræstingu og þrifum. Starfið felur einnig í sér móttöku, frágangi og afhendingu á hreinu líni fyrir starfsemi HSS sem og undirbúning á sendingum á óhreinu líni til þvottahúsa.

Hæfniskröfur

  • Þekking og reynsla af ræstingum innan heilbrigðis- eða matvælageira er mikill kostur

  • Góð samskiptahæfni

  • Íslensku- eða enskukunnátta

  • Sjálfstæð og námkvæm vinnubrögð

  • Þjónustulund, fag- og snyrtimennska

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur hafa gert.

Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 70-100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.01.2025

Nánari upplýsingar veitir

Kjartan Kjartansson, kjartan.kjartansson@hss.is

Sími: 4220500

Þjónustuaðili

Heilbrigð­is­stofnun Suður­nesja

Upplýsingar um starf

Starf

Starfsfólk í ræstingu

Staðsetning

Suðurnes

Starfshlutfall

70-100%

Starf skráð

18.12.2024

Umsóknarfrestur

15.01.2025