Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Upplýsingar um starf
Starf
Yfirlæknir óskast á heilsugæsluna í Rangárþingi
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
16.12.2024
Umsóknarfrestur
03.01.2025
Yfirlæknir óskast á heilsugæsluna í Rangárþingi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða framúrskarandi yfirlækni á heilsugæsluna í Rangárþingi. Á heilsugæslunni vinnur samhentur hópur af mjög hæfu og lausnamiðuðu starfsfólki að því markmiði að þjónusta skjólstæðinga stöðvarinnar. Rangárþing er einstaklega falleg sveit og góðar samgöngur.
Starfið er leiðtoga- og stjórnunarstarf sem felur í sér faglega, stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð á starfsemi heilsugæslunnar. Um er að ræða bæði áhugavert og krefjandi starf í skemmtilegum hópi fyrir áhugasaman heilsugæslulækni.
Húsnæði fylgir starfinu og gott aðgengi að leikskólaplássi ef óskað er eftir því.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ber ábyrgð á og sinnir heilsugæsluþjónustu í Rangárþingi
Skipulag og stjórnun læknisþjónustu á svæðinu
Almennar heilsugæslulækningar og heilsuvernd
Fræðsla til skjólstæðinga og aðstandenda
Vaktþjónusta eftir kl 16 fyrir F1 útköll
Þátttaka í verkefnum innan stofnunarinnar
Hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi sem læknir
Sérfræðiréttindi í heimilislækningum
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Hæfni í tjáningu í ræðu og riti
Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
Áreiðanleiki, jákvæðni, sveigjanleiki og árangursmiðað viðhorf
Íslenskukunnátta er skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Starf veitist samkvæmt samkomulagi
Umsókninni þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, starfsleyfi ásamt ítarlegri ferilskrá
Umsókn skal skilað rafrænt á vef HSU - www.hsu.is undir flipanum lausar stöður
Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir heilsugæslu-, sjúkrahúss- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, baldvina.y.hafsteinsdottir@hsu.is
Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Upplýsingar um starf
Starf
Yfirlæknir óskast á heilsugæsluna í Rangárþingi
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
16.12.2024
Umsóknarfrestur
03.01.2025