Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Fjölbrauta­skóli Suður­lands

Upplýsingar um starf

Starf

Náms- og starfsráðgjafi í fangelsum

Staðsetning

Suðurland

Starfshlutfall

50%

Starf skráð

13.12.2024

Umsóknarfrestur

30.12.2024

Náms- og starfsráðgjafi í fangelsum

Fjölbrautaskóli Suðurlands leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf náms- og starfsráðgjafa í fangelsum frá 13. janúar 2025. Um er að ræða 50% afleysingu á vorönn 2025.

FSu er kjarnaskóli kennslu í fangelsum landsins. Náms- og starfsráðgjafi er ábyrgur fyrir ráðgjöf í öllum fangelsum á Íslandi. Helstu starfsstöðvar eru á Litla Hrauni, Sogni og Hólmsheiði. Hægt er að hafa hluta af viðverutímanum í FSu á Selfossi. Nemendur í fangelsum þarfnast mikils stuðnings í námi og aðstoðar við áætlun um nám og námsframvindu. Viðkomandi þarf að hafa eigin bíl til umráða.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samtöl og námsráðgjöf við fanga á Litla Hrauni, Sogni, Hólmsheiði og Kvíabryggju.

  • Samstarf við kennslustjóra í fangelsum og sérgreinakennara á vegum FSu.

  • Annast náms- og starfsráðgjöf í öllum fangelsum landsins auk samskipta við yfirvöld fangelsismála.

  • Tilvísun og samstarf við sérfræðinga og þjónustuaðila í málefnum fanga.

Hæfniskröfur

  • Meistaranám í náms- og starfsráðgjöf.

  • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í námsráðgjöf í framhaldsskóla.

  • Víðtæk þekkingu á íslensku menntakerfi er kostur.

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.

  • Bílpróf.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Umsókn skal fylgja prófskírteini, ferilskrá og kynningarbréf. Tekið skal fram að skv. 4. mgr. 8. gr. laga framhaldsskóla nr. 92/2008 er óheimilt að ráða einstakling til starfa við framhaldsskóla sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Áður en til ráðningar kemur þarf að liggja fyrir hreint sakavottorð. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Upplýsingar um skólann má finna á www.fsu.is.

Starfshlutfall er 50%

Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2024

Nánari upplýsingar veitir

Soffía Sveinsdóttir, soffia@fsu.is

Sími: 4808100

Gylfi Þorkelsson, gylfi@fsu.is

Sími: 4808100

Þjónustuaðili

Fjölbrauta­skóli Suður­lands

Upplýsingar um starf

Starf

Náms- og starfsráðgjafi í fangelsum

Staðsetning

Suðurland

Starfshlutfall

50%

Starf skráð

13.12.2024

Umsóknarfrestur

30.12.2024