Þjónustuaðili
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
Upplýsingar um starf
Starf
Aðalvarðstjórar á löggæslusviði
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
10.12.2024
Umsóknarfrestur
27.12.2024
Aðalvarðstjórar á löggæslusviði
Við embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru lausar til umsóknar fjórar stöður aðalvarðstjóra á löggæslusviði.
Löggæslusvið embættis sinnir almennri löggæslu en undir sviðið heyra lögreglustöðvar embættisins auk aðgerðardeildar og umferðardeildar. Lögreglustöðvar embættisins eru fjórar og dreifast yfir allt starfssvæðið. Markmið stöðvanna er að færa lögreglu eins nálægt sínu nær umhverfi og kostur er enda leggur embættið áherslu á að þekkja samfélagið og skynja hvaða þjónustu það þarfnast.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir öll alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.
Sett verður í stöðurnar með skipun í huga að 6 mánaða reynslutíma loknum.
Við ráðningar hjá LRH er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
Í samræmi við 7. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar nr. 1051/2006:
Almenn löggæsla á grundvelli laga og reglna og í samræmi við stefnu LRH, áherslur og markmið
Almenn stjórnun vakta/hverfastöðvar og starfsmannamála, þar sem það á við, í samræmi við gildandi skipurit og starfslýsingu
Eftirlit með því að reglum og fyrirmælum sé fylgt og að fjárhagslegur rekstur skipulagsheildar undir hans stjórn, eða einstakra verkefna, sé innan fjárheimilda
Hæfniskröfur
Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum frá Háskólanum á Akureyri sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár að prófi loknu, sbr. 3 mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglu.
Reynsla af stjórnun og stjórnun stærri lögregluaðgerða
Þekking á uppbyggingu almannavarnarkerfisins
Þekking á störfum aðgerðarstjórna
Skipun í stöðu varðstjóra er kostur
Forystuhæfileikar sem meðal annars birtast í árangurs- og lausnamiðaðri stjórnun
Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
Mikið frumkvæði, sveigjanleiki og gott álagsþol
Skipulögð, vönduð og nákvæm vinnubrögð
Góð almenn tölvukunnátta
Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið, auk afrita af prófskírteinum. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningu hefur verið tekin.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.
Umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum, sem settar eru samkvæmt heimild í 3. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Vakin er athygli á því að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hlotið hefur fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.12.2024
Nánari upplýsingar veitir
Hjördís Sigurbjartsdóttir, hjordis@lrh.is
Sími: 444-1000
Ásmundur Rúnar Gylfason, asmundur.runar@lrh.is
Sími: 444-1000
Þjónustuaðili
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
Upplýsingar um starf
Starf
Aðalvarðstjórar á löggæslusviði
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
10.12.2024
Umsóknarfrestur
27.12.2024