Þjónustuaðili
Matvælastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Ertu verðandi sérfræðingur í fiskeldi?
Staðsetning
Óstaðbundið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
06.12.2024
Umsóknarfrestur
10.01.2025
Ertu verðandi sérfræðingur í fiskeldi?
Matvælastofnun óskar eftir að ráða tvo metnaðarfulla og skapandi sérfræðinga í fiskeldisdeild til að taka þátt í að móta og þróa framtíð lagareldis. Um er að ræða 100% starf á starfstöð stofnunarinnar á Patreksfirði, Ísafirði eða í Neskaupsstað.
Markmið fiskeldisdeildar er að stuðla að ábyrgu lagareldi og standa vörð um heilbrigði og velferð lagardýra. Traust, gagnsæi og fagleg umgjörð er lykilatriði til að greinin fái að vaxa og dafna í sátt við umhverfið og samfélagið.
Lagareldi er fjölbreytt atvinnugrein með mörgum undirgreinum, s.s sjókvíaeldi, landeldi, úthafseldi, skelrækt og þörungarækt. Lagareldi á sér langa sögu á Íslandi en hefur vaxið hratt síðasta áratuginn. Miðað við núverandi áform getur lagareldi orðið ný stoð í íslenska hagkerfinu og mikilvægt að greinin þróist og vaxi með sjálfbærum hætti.
Til að ná háleitum markmiðum þarf frábæra liðsheild, þess vegna viljum við fá í okkar hóp tvo metnaðarfulla og skapandi einstaklinga sem hafa áhuga á að taka þátt í að þróa framtíð lagareldis. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki, þjálfum það og leiðbeinum um allt sem snýr að fiskeldi og því er reynsla af fiskeldi/lagareldi ekki nauðsynleg!
Hér munu gefast ótal tækifæri til að móta og skapa framtíð í fiskeldisdeild sem ætlar sér að vera leiðandi í verkefnamiðuðu vinnulagi og árangursdrifinni nálgun á viðfangsefni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Eftirlit með fiskeldi
Skoðanir vegna leyfisúttekta
Úrvinnsla umsókna um rekstrarleyfi
Aðkoma að uppbyggingu og stefnumótun fiskeldisdeildar
Samskipti við hagaðila á sviði fiskeldis
Önnur tilfallandi verkefni fiskeldisdeildar
Hæfniskröfur
Háskólamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Áhugi á lagareldi
Nákvæmni, frumkvæði, lausnarmiðuð nálgun og sjálfstæði í starfi
Geta til að vinna undir álagi, þrautseigja og aðlögunarhæfni
Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í teymi
Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði
Framúrskarandi tölvukunnátta
Bílpróf
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsækjendur gætu þurft að leysa verkefni í ráðningarferlinu. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út nema að umsækjandi ákveði annað.
Með umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá, afrit af prófskírteinum, tilnefning tveggja meðmælenda og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Matvælastofnun áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 10.01.2025
Nánari upplýsingar veitir
Karl Steinar Óskarsson, karl.oskarsson@mast.is
Sími: 530-4800.
Þjónustuaðili
Matvælastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Ertu verðandi sérfræðingur í fiskeldi?
Staðsetning
Óstaðbundið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
06.12.2024
Umsóknarfrestur
10.01.2025