Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Upplýsingar um starf
Starf
Sérnámsstaða í heimilislækningum
Staðsetning
Suðurnes
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
03.12.2024
Umsóknarfrestur
13.12.2024
Sérnámsstaða í heimilislækningum
Laus er til umsóknar sérnámsstaða í heimilislækningum hjá Heilsugæslu Suðurnesja sem byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna um sérnám í heimilislækningum. Sérnámsstaðan veitast frá 1. janúar 2025 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 100% stöðu.
Sérnámslæknir hefur sinn aðalleiðbeinanda sem fylgir honum eftir allt námið sem alls tekur 60 mánuði og fer fram á Heilsugæslu- og sjúkrahúsi Suðurnesja skv. reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Almennar lækningar og heilsuvernd
Vaktþjónusta
Rannsóknar og gæðastarf
Læknar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og deildarinnar.
Hæfniskröfur
Almennt lækningaleyfi
Að hafa lokið sérnámsgrunnári eða sambærilegu námi
Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika
Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði
Lausnamiðuð hugsun og vinnubrögð
Framúrskarandi samskiptahæfni
Vilji til þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu
Gott vald á íslensku bæði í ræðu og riti
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf og vísinda-og rannsóknarstörf ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur og mati inntöku- og framgangsnefndar, samkvæmt viðmiðunarreglum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Umsóknir gilda í sex mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.12.2024
Nánari upplýsingar veitir
Snorri Björnsson, snorri.bjornsson@hss.is
Gunnar Þór Geirsson, gunnar.t.geirsson@hss.is
Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Upplýsingar um starf
Starf
Sérnámsstaða í heimilislækningum
Staðsetning
Suðurnes
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
03.12.2024
Umsóknarfrestur
13.12.2024