Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Heilbrigð­is­stofnun Suður­nesja

Upplýsingar um starf

Starf

Sérnámsstaða í heimilislækningum

Staðsetning

Suðurnes

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

03.12.2024

Umsóknarfrestur

13.12.2024

Sérnámsstaða í heimilislækningum

Laus er til umsóknar sérnámsstaða í heimilislækningum hjá Heilsugæslu Suðurnesja sem byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna um sérnám í heimilislækningum. Sérnámsstaðan veitast frá 1. janúar 2025 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 100% stöðu.

Sérnámslæknir hefur sinn aðalleiðbeinanda sem fylgir honum eftir allt námið sem alls tekur 60 mánuði og fer fram á Heilsugæslu- og sjúkrahúsi Suðurnesja skv. reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almennar lækningar og heilsuvernd

  • Vaktþjónusta

  • Rannsóknar og gæðastarf

Læknar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og deildarinnar.

Hæfniskröfur

  • Almennt lækningaleyfi

  • Að hafa lokið sérnámsgrunnári eða sambærilegu námi

  • Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika

  • Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði

  • Lausnamiðuð hugsun og vinnubrögð

  • Framúrskarandi samskiptahæfni

  • Vilji til þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu

  • Gott vald á íslensku bæði í ræðu og riti

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf og vísinda-og rannsóknarstörf ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur og mati inntöku- og framgangsnefndar, samkvæmt viðmiðunarreglum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Umsóknir gilda í sex mánuði.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 13.12.2024

Nánari upplýsingar veitir

Snorri Björnsson, snorri.bjornsson@hss.is

Gunnar Þór Geirsson, gunnar.t.geirsson@hss.is

Þjónustuaðili

Heilbrigð­is­stofnun Suður­nesja

Upplýsingar um starf

Starf

Sérnámsstaða í heimilislækningum

Staðsetning

Suðurnes

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

03.12.2024

Umsóknarfrestur

13.12.2024