Þjónustuaðili
Hafrannsóknastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Rannsóknamaður eða nýdoktor í plöntusvifsrannsóknum
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
29.11.2024
Umsóknarfrestur
27.12.2024
Rannsóknamaður eða nýdoktor í plöntusvifsrannsóknum
Hafrannsóknastofnunin leitar eftir öflugum einstakling í tímabundið rannsóknaverkefni til eins árs. Verkefnið er styrkt er af Matvælasjóð og hefur það að markmiði að bæta greiningaraðferðir fyrir þörunga sem framleiða eiturefni. Hlutverk umsækjanda mun felast í að nýta nýjustu framfarir í erfðafræði til að þróa og fínstilla greiningaraðferðir sem henta fyrir þörunga í íslenskum vistkerfum. Er um að ræða samstarfsverkefni Hafrannsóknarstofnunar og Matís.
Starfsmaðurinn mun starfa á umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar og starfa náið með verkefnastjóra verkefnisins, Söru Harðardóttur, sérfræðingi í plöntusvifsrannsóknum hjá stofnuninni. Nánari upplýsingar um starfið má finna í auglýsingu á vefsvæði Researchgate: RESEARCHER IN MOLECULAR DETECTIONS OF HARMFUL ALGAL BLOOMS IN ICELAND at Marine and Freshwater Research Institute in Reykjavík, ICELAND
Helstu verkefni og ábyrgð
Þróun og innleiðing erfðafræði aðferða fyrir skaðlega þörunga.
Greining með notkun smásjá og raðgreininga.
Þátttaka í vettvangsvinnu.
Mat á umhverfisáhrifum skaðlegra þörungablóma á Íslandi.
Miðlun niðurstaðna, t.d. í vísindagreinum, skýrslum og/eða kynningum.
Þátttaka í rannsóknavinnu á sjó og á rannsóknarstofu.
Fagleg úrvinnsla gagna.
Hæfniskröfur
Framhaldsmenntun í náttúrufræði er skilyrði. Doktorspróf er kostur.
Reynsla af rannsóknum á svifþörungum.
Þekking á erfðafræðilegum aðferðum.
Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og lausnamiðuð nálgun.
Ríkir samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og hæfni til að vinna í teymi.
Góði færni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku er skilyrði.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn skal fylgja:
Ítarleg náms- og ferilskrá.
Afrit af prófskírteinum.
Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Tilnefna skal að minnsta kosti tvo meðmælendur.
Sótt er um starfið á Starfatorgi. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina.Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.Hafrannsóknarstofnun áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.12.2024
Nánari upplýsingar veitir
Hrönn Egilsdóttir, hronn.egilsdottir@hafogvatn.is
Sími: 695 6705
Sara Harðardóttir, sara.hardardottir@hafogvatn.is
Sími: 8935909
Þjónustuaðili
Hafrannsóknastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Rannsóknamaður eða nýdoktor í plöntusvifsrannsóknum
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
29.11.2024
Umsóknarfrestur
27.12.2024