Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Heilsu­gæsla á höfuð­borg­ar­svæðinu

Upplýsingar um starf

Starf

Gæðastjóri - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

20.12.2024

Umsóknarfrestur

30.12.2024

Gæðastjóri - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, HH, auglýsir eftir kraftmiklum leiðtoga í starf gæðastjóra. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á gæða- og umbótastarfi, er skipulagður, lausnamiðaður og með góða samskiptahæfni. Gæðastjóri heyrir undir forstjóra stofnunarinnar og vinnur náið með framkvæmdastjórn HH.

Um er að ræða nýtt ótímabundið starf starf hjá stofnuninni og því spennandi tækifæri til að byggja upp og leiða gæða- og umbótastarf HH. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins þar sem starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Er leiðandi í stefnumótun gæðamála HH

  • Stuðlar að stöðugum umbótum og uppbyggingu gæða- og öryggismenningar HH

  • Vinnur að gæða- og umbótaverkefnum í samvinnu við framkvæmdastjórn og aðra stjórnendur

  • Hefur umsjón með uppbyggingu og viðhaldi gæðahandbókar

  • Hefur umsjón með úrvinnslu atvika

  • Fylgist með árangursmælingum og tekur þátt í að miðla þeim og nýta til umbóta

  • Sinnir fræðslu, veitir upplýsingar og kynnir nýjungar er varða gæðamál

  • Önnur verkefni í samráði við framkvæmdastjórn

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda, starfsleyfi frá embætti landlæknis skilyrði

  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi kostur

  • Reynsla af störfum innan heilbrigðisþjónustu skilyrði

  • Þekking á aðferðarfræði gæðastjórnunar

  • Þekking og hæfni í framsetningu á talnagögnum og upplýsingum

  • Reynsla af rekstri gæðastjórnunarkerfa, mótun verkferla og innleiðingu æskileg

  • Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun

  • Frumkvæði, drifkraftur og geta til að starfa sjálfstætt

  • Örugg framkoma og færni í mannlegum samskiptum

  • Hæfni í tjáningu í ræðu og riti á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Með öllum umsóknum skal fylgja góð ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður ástæður þess að vera rétta manneskjan í starfið. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2024

Nánari upplýsingar veitir

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, sigridur.d.magnusdottir@heilsugaeslan.is

Sími: 513-6000

Þjónustuaðili

Heilsu­gæsla á höfuð­borg­ar­svæðinu

Upplýsingar um starf

Starf

Gæðastjóri - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

20.12.2024

Umsóknarfrestur

30.12.2024