Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Háskóli Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Aðjúnkt 2 í stærðfræði

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

26.11.2024

Umsóknarfrestur

10.12.2024

Aðjúnkt 2 í stærðfræði

Laust er til umsóknar starf aðjúnkts 2 í stærðfræði við Raunvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfið hefur þann tilgang að stuðla að farsælu upphafi skólagöngu nemenda í grunnnámi með markvissum og viðeigandi stuðningi. Starfið er til 2 ára með allt að 100% starfshlutfalli, eftir nánara samkomulagi, og gert er ráð fyrir að ráða í starfið sem fyrst.Við Verkfræði- og náttúruvísindasvið er stuðningur við nemendur í sífelldri þróun. Á vormisseri 2025 er stefnt að því að bjóða nemendum upp á námskeið sem veitir þeim rétt til endurtektar lokaprófs í stærðfræðigreiningu I og línulegri algebru. Skipulag kennslu er mótað í samstarfi við námsbraut í stærðfræði og stjórn Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Námið skal fara fram að miklu leyti í verkefnavinnu eftir kennsluaðferð hugsandi kennslustofu eða sambærilegum aðferðum og er kennt eftir hádegi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón og kennsla stuðningsnáms fyrir nemendur í grunnámskeiðum í stærðfræði.

  • Val á verkefnum, skipulag nemendahópa, eftirlit með mætingu og námsmat.

  • Kennsla við önnur námskeið á námsbraut í stærðfræði eftir samkomulagi.

  • Fundarseta og önnur tilfallandi þátttaka í stjórnsýslu sviðsins.

Hæfniskröfur

  • Meistarapróf í stærðfræði eða skyldum greinum, t.d. verkfræði.

  • Reynsla af kennslu á háskóla- eða framhaldsskólastigi.

  • Hæfni til að kenna hópum og virkja þá í kennslustund.

  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti.

  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Gert er ráð fyrir að ráða í stöðuna sem fyrst, en í síðasta lagi þegar kennsla vormisseris hefst.

Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni:

  • Kynningarbréf þar sem m.a. kemur fram hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.

  • Prófskírteini eða eftir atvikum vottorð um námsferil.

  • Ferilskrá (Curriculum Vitae).

  • Upplýsingar um a.m.k. tvo umsagnaraðila sem hafa má samband við.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna%5Fhaskola%5Fislands

Háskóli Íslands er gróskumikið þekkingarsamfélag og fjölbreyttur og lifandi vinnustaður. Akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti eru gildi háskólans og er mikið lagt upp úr sveigjanleika og þátttöku starfsfólks í uppbyggingu náms og rannsókna. Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa um 390 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt, þar sem fjórðungur bæði starfsfólks og framhaldsnema við sviðið eru erlendir, og það hlutfall er sífellt að aukast. Á sviðinu eru um 2000 nemendur og fjölmargir framhaldsnemar. Verkfræði- og náttúruvísindasvið stærir sig af fjölbreytileika og umbótasinnuðu umhverfi þar sem þekkingaröflun og miðlun er í fyrirrúmi.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 10.12.2024

Nánari upplýsingar veitir

Sigurður Örn Stefánsson, sigurdur@hi.is

Benedikt Steinar Magnússon, bsm@hi.is

Þjónustuaðili

Háskóli Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Aðjúnkt 2 í stærðfræði

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

26.11.2024

Umsóknarfrestur

10.12.2024