Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Hafrann­sókna­stofnun

Upplýsingar um starf

Starf

Háseti hjá Hafrannsóknarstofnun

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

26.11.2024

Umsóknarfrestur

06.12.2024

Háseti hjá Hafrannsóknarstofnun

Hafrannsóknastofnun leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf háseta á bæði rannsóknaskip stofnunarinnar, til starfa sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Undirbúningur og frágangur á veiðarfærum, rannsóknarbúnaði og þeim tækjum og tólum sem þörf er á.

  • Vinna á dekki við viðhald , veiðarfæri og rannsóknarbúnað og annað sem fellur til.

  • Aðstoða rannsóknafólk og verkefni sem tengjast leiðangri

  • Stjórnun þilfarsbúnaðar s.s. krana, davíður, spila og þess háttar.

  • Einfaldar viðgerðir og viðhaldsvinna innan og utan skips utan vélarúms.

  • Þrif utan og innan skips.

  • Þátttaka í rannsóknarverkefnum og öðrum verkefnum.

  • Þátttaka í æfingum og endurmenntun um borð og í landi.

  • Frágangur á afla

  • Ganga vel um búnað og fjármuni sem notaðir eru til vinnu

Hæfniskröfur

  • Góð samskiptafærni og færni til að starfa í hóp

  • kunnátta í viðhaldi veiðafæra er kostur.

  • Sýna frumkvæði í starfi

  • Sjálfstæð vinnubrögð

  • Færni í að miðla upplýsingum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjómannafélag Íslands hafa gert.

Umsókn skal fylgja:

  • Ferilskrá

  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið

  • Tilnefna skal tvo umsagnaraðila

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknir til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Hafrannsóknarstofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

Um stofnunina

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, heyrir undir Matvælaráðuneytið og er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna. Stofnunin gegnir auk þess ráðgjafahlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Hafnarfirði en auk þess eru starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð og tvö rannsóknaskip. Hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 190 manns í fjölbreyttum störfum.

Gildi stofnunarinnar eru: Þekking - Samvinna - Þor

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 06.12.2024

Nánari upplýsingar veitir

Heimir Örn Hafsteinsson, heimir.orn.hafsteinsson@hafogvatn.is

Sími: 6914535

Guðmundur Þ Sigurðsson, gudmundur.th.sigurdsson@hafogvatn.is

Sími: 8678022

Þjónustuaðili

Hafrann­sókna­stofnun

Upplýsingar um starf

Starf

Háseti hjá Hafrannsóknarstofnun

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

26.11.2024

Umsóknarfrestur

06.12.2024