Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Barna- og fjölskyldu­stofa

Upplýsingar um starf

Starf

Teymisstjóri MST

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

20.11.2024

Umsóknarfrestur

02.12.2024

Teymisstjóri MST

Barna- fjölskyldustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu teymisstjóra í MST teymi stofnunarinnar. MST er meðferð fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar-, tilfinninga- og vímuefnavanda. Meðferðin fer fram á heimili og í nærumhverfi fjölskyldunnar í samstarfi við starfsfólk barnaverndarþjónustu, skóla, heilbrigðisstofnana og aðra sérfræðinga. MST miðar að því að draga úr vandanum með því að efla bjargráð foreldra og bæta samheldni og samskipti í fjölskyldu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Teymisstjóri sinnir daglegri umsjón og faglegri stjórnun MST teymis og stýrir vikulegri faghandleiðslu og klínískri starfsþróun MST meðferðaraðila samkvæmt aðferðafræði MST. Einnig metur teymisstjóri meðferðarþörf, fjallar um stigskipta þjónustu og umsóknir um meðferð í samráði við aðra sérfræðinga Barna- og fjölskyldustofu og barnaverndarþjónustu. Teymisstjóri tekur þátt í faglegri þróun og fræðslu og samráði við erlendan MST sérfræðing um gæði í meðferð.

Hæfniskröfur

  • Krafa um sálfræðing eða félagsráðgjafa með löggildingu eða einstakling með meistarapróf og að lágmarki tveggja ára þjálfun og reynslu af klínískri vinnu.

  • Krafa um þekkingu, reynslu og færni í greiningarvinnu, hugrænni atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð, atferlismótun og félagsnámskenningum.

  • Reynsla af störfum við MST meðferð er æskileg.

  • Krafa um þekkingu og áhuga á gagnreyndum aðferðum í þjónustu við börn og fjölskyldur.

  • Krafa um þekkingu á sviði frávika í hegðun og þroska barna og unglinga, matsaðferðum, greiningarhugtökum og -tækjum.

  • Krafa um góða íslenskukunnáttu í rituðu og töluðu máli.

  • Krafa um góða enskukunnáttu í rituðu og töluðu máli.

  • Mikilvægt er að búa yfir hæfni til að vinna skipulega, markmiðatengt og lausnamiðað.

  • Lögð er áhersla á sjálfstæði í vinnubrögðum.

  • Mikilvægt að búa yfir góðri samstarfshæfni, sveigjanleika og jákvæðu viðhorfi til skjólstæðinga og samstarfsaðila.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barna- og fjölskyldustofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Vakin er athygli á að stofnunin aflar sjálf upplýsinga úr sakaskrá áður en viðkomandi hefur störf. Barna- og fjölskyldustofa hvetur alla til að sækja um, óháð kyni.

Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær hæfniskröfur sem gerðar eru. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma.

Fríðindi í starfi

  • 36 klst. vinnuvika

  • Íþróttastyrkur

  • Samgöngustyrkur

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2024

Nánari upplýsingar veitir

Funi Sigurðsson, funi.sigurdsson@bofs.is

Sími: 5302600

Þjónustuaðili

Barna- og fjölskyldu­stofa

Upplýsingar um starf

Starf

Teymisstjóri MST

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

20.11.2024

Umsóknarfrestur

02.12.2024