Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Sjúkra­húsið á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Skrifstofumaður á rannsóknadeild

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

21.11.2024

Umsóknarfrestur

04.12.2024

Skrifstofumaður á rannsóknadeild

Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns á rannsóknadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Starfshlutfall er 100% í dagvinnu. Lögð er áhersla á góða samvinnu við alla starfshópa. Staðan er laus eftir samkomulagi.

Næsti yfirmaður er deildarstjóri rannsóknadeildar, Inga Stella Pétursdóttir.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirferð reikninga

  • Afgreiðsla í móttöku

  • Umsjón með sýnasendingum

  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Góð almenn tölvukunnátta

  • Gott vald á íslensku bæði í ræði og riti

  • Hæfni á sviði samskipta og samvinnu

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af bókhaldsvinnu og reikningsgerð

  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kjölur hafa gert.

Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Sjúkrahússins á Akureyri við ráðningar í störf á sjúkrahúsinu. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað.

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi þar sem áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússins sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 04.12.2024

Nánari upplýsingar veitir

Inga Stella Pétursdóttir, ingastella@sak.is

Sími: 463-0100

Helga Kristín Jónsdóttir, hkj0716@sak.is

Sími: 463-0100

Þjónustuaðili

Sjúkra­húsið á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Skrifstofumaður á rannsóknadeild

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

21.11.2024

Umsóknarfrestur

04.12.2024