Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Upplýsingar um starf
Starf
Geilsafræðingur
Staðsetning
Suðurnes
Starfshlutfall
80-100%
Starf skráð
20.11.2024
Umsóknarfrestur
02.12.2024
Geilsafræðingur
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða til starfa geislafræðinga á röntgendeild stofnunarinnar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 80-100% eftir samkomulagi. Um er að ræða vaktavinnu.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi.
Í boði er einstaklingshæfð aðlögun með reyndum geislafræðingum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Starfið felst í öllum almennum röntgen- og tölvusneiðmyndagreiningum, og gæðaeftirlitsmælingum á tækjum ásamt því að taka á móti nemum.
Geislafræðingar starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, lögum nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi geislafræðings
Reynsla af almennum störfum geislafræðings er skilyrði
Þekking og kunnátta á gæðaeftirliti er kostur
Þekking á notkun Philips DXR C90 og GE ¿ tæki er kostur
Frumkvæði og skipulagsfærni
Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
Reynsla af jafningjafræðslu er kostur
Góð tölvu- og tækniþekking er nauðsynleg
Gott vald á íslensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag geislafræðinga hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.
Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og/eða umsögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði.
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2024
Nánari upplýsingar veitir
Helga Auðunsdóttir, helga.audunsdottir@hss.is
Sími: 4220500
Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Upplýsingar um starf
Starf
Geilsafræðingur
Staðsetning
Suðurnes
Starfshlutfall
80-100%
Starf skráð
20.11.2024
Umsóknarfrestur
02.12.2024