Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
80-100%
Starf skráð
13.11.2024
Umsóknarfrestur
25.11.2024
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra
Við leitum eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á hjúkrun og endurhæfingu aldraðra í starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra. Landakot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík, andinn í húsinu er einstakur og nálægð við mannlíf Miðborgarinnar er kostur eftir langa vinnudaga.
Útskriftardeild byggir á endurhæfingu fyrir aldraða sem útskrifast heim til sín á 2-4 vikum frá innlögn á deildina. Markmið endurhæfingar er að einstaklingar nái bættri hreyfigetu og geti sjálfstætt leyst af hendi sem flestar athafnir daglegs lífs.
Starfið felur í sér fjölbreytta hjúkrun og boðið er upp á ítarlega þjálfun fyrir nýtt starfsfólk.
Starfið felur einnig í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við aðrar fagstéttir sem koma að meðferð og endurhæfingu sjúklinga innan og utan spítalans. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi.
Landakot er inngildandi vinnustaður, þar sem fjölbreytileiki íslensks samfélags fær að njóta sín og mannvirðing er höfð að leiðarljósi.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur í samráði við hjúkrunardeildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar
Ber ábyrgð á verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur honum samkvæmt sérstakri verkefnalýsingu
Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun í hjúkrun
Ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri deildar í fjarveru og í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
Er ábyrgur fyrir skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
Vinnur náið með deildarstjóra að mótun liðsheildar
Hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
Stjórnunarþekking og leiðtogahæfni
Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
Skipulögð, vönduð og öguð vinnubrögð
Þekking á þjónustuþáttum Landspítala æskileg
Þekking á verkefnastjórnun og umbótastarfi er æskileg
Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar, stjórnunarstarf
Tungumálahæfni: íslenska 4/5
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.11.2024
Nánari upplýsingar veitir
Sesselja Lind Magnúsdóttir, sesselma@landspitali.is
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á útskriftardeild aldraðra
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
80-100%
Starf skráð
13.11.2024
Umsóknarfrestur
25.11.2024