Þjónustuaðili
Vatnajökulsþjóðgarður
Upplýsingar um starf
Starf
Landvörður á Breiðamerkursandi
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
11.11.2024
Umsóknarfrestur
21.11.2024
Landvörður á Breiðamerkursandi
Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf landvarðar á Breiðamerkursandi laust til umsóknar. Leitað er að landverði sem getur hafið störf í desember og starfað fram að vori 2025 með möguleika á framlengingu.
Í Vatnajökulsþjóðgarði starfar fjölbreyttur hópur af fólki um allt land. Landvarsla er mikilvægur hlekkur í starfi þjóðgarðsins og sinna landverðir eftirliti innan hans og á friðlýstum svæðum.
Starfsfólki á Breiðamerkursandi býðst gisting á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, en þaðan er um 20 mínútna akstur á Jökulsárlón, og um 40 mínútna akstur á Höfn.
Helstu verkefni og ábyrgð
Á Breiðamerkursandi starfa landverðir við fjölbreyttar aðstæður, bæði niðri við sjó og uppi við jökul. Landverðir á Breiðamerkursandi sinna ýmsum verkefnum, svo sem fræðslu, upplýsingagjöf og eftirliti. Einnig þurfa þeir að vera tilbúnir til þess að sinna ræstingum og öðrum tilfallandi verkefnum á svæðinu öllu. Stór hluti starfsins felst í eftirliti við skriðjökla. Menntun og reynsla af jöklaferðum er því kostur.
Hæfniskröfur
Góð samskiptahæfni og færni í miðlun upplýsinga
Þjónustulund, sveigjanleiki og lausnamiðuð hugsun
Umhverfisvitund, verkkunnátta og stundvísi
Skipulagsfærni og geta til að vinna undir álagi
Landvarðaréttindi eru æskileg
Gott vald á íslensku og ensku, frekari tungumálakunnátta er kostur
Ökuréttindi
Menntun og reynsla af ferðum á skriðjökla er kostur
Fyrstu hjálpar réttindi eru kostur
Starfsreynsla á friðlýstum svæðum eða önnur reynsla sem nýtist í starfi er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Í rafrænu umsókninni, undir liðnum "Annað sem þú vilt að komi fram", þurfa að koma fram eftirfarandi upplýsingar:
Réttindi og hæfni sem varða:
a. Landvarðaréttindi (hvaða ár og hvaðan)b. Skyndihjálparréttindi (hvaða ár og hvaðan)c. Tungumálakunnáttad. Ökuréttindie. Önnur reynsla sem umsækjandi telur að gagnist honum í starfi
2. Annað sem viðkomandi vill koma á framfæri.
Umsækjendur eru hvattir til að hengja ferilskrá við rafrænu umsóknina.
Að staðaldri starfa rúmlega 50 manns hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 120. Höfuðstöðvar þjóðgarðsins eru á Höfn í Hornafirði og aðrar starfsstöðvar eru Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustur/Fellabær,Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og á höfuðborgarsvæðinu. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.
Þann 1. janúar nk. taka gildi breytingar á stofnanaskipulagi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og ný stofnun, Náttúruverndarstofnun, verður til. Öll starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs, ásamt hluta af starfsemi núverandi Umhverfisstofunar, mun flytjast í nýju stofnunina.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 21.11.2024
Nánari upplýsingar veitir
Anna Ragnarsdóttir Pedersen, anna.r.pedersen@vjp.is
Sími: 8424374
Þjónustuaðili
Vatnajökulsþjóðgarður
Upplýsingar um starf
Starf
Landvörður á Breiðamerkursandi
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
11.11.2024
Umsóknarfrestur
21.11.2024