Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Heilbrigð­is­stofnun Suður­nesja

Upplýsingar um starf

Starf

Sjúkraliði á heilsugæslu

Staðsetning

Suðurnes

Starfshlutfall

50-100%

Starf skráð

07.11.2024

Umsóknarfrestur

18.11.2024

Sjúkraliði á heilsugæslu

Viltu slást í hópinn og taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar?

Stofnunin veitir íbúum Suðurnesja fyrsta- og annars stigs heilbrigðisþjónustu. Fram undan er víðtæk uppbygging á HSS, endurskoðun á þjónustuferlum sem og innleiðing á stefnu stofnunarinnar byggðri á Heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

Við leitum að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi til að slást í hópinn okkar. Um er að ræða tímabundið starf sjúkraliða á heilsugæslu í eitt ár. Starfshlutfall er 50-100%. Vinnutími er virka daga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Á HSS er lögð áhersla á góða samvinnu, stuttar boðleiðir og góðan starfsanda.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf með metnaðarfullu starfsfólki. Helstu störf eru: aðstoð í skólaheilsugæslu, ýmsar mælingar, þrif á áhöldum, panta vörur fyrir heilsugæslu, aðstoða hjúkurnarfræðinga og lækna eftir þörfum og ýmis önnur verkefni.

Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu.

Sjúkraliðar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum deildarinnar.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi

  • Faglegur metnaður

  • Framúrskarandi samskiptahæfni

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Jákvætt og hlýtt viðmót

  • Góð íslenska og önnur tungumálakunnátta er skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og starfsleyfi. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað.

Starfshlutfall er 50-100%

Umsóknarfrestur er til og með 18.11.2024

Nánari upplýsingar veitir

Andrea Klara Hauksdóttir, andrea.k.hauksdottir@hss.is

Sími: 4220500

Þjónustuaðili

Heilbrigð­is­stofnun Suður­nesja

Upplýsingar um starf

Starf

Sjúkraliði á heilsugæslu

Staðsetning

Suðurnes

Starfshlutfall

50-100%

Starf skráð

07.11.2024

Umsóknarfrestur

18.11.2024