Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Upplýsingar um starf
Starf
Verkefnastjóri á bráðamóttöku HSU Selfossi
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
50%
Starf skráð
07.11.2024
Umsóknarfrestur
18.11.2024
Verkefnastjóri á bráðamóttöku HSU Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra á bráðamóttöku HSU Selfossi.
Verkefnastjóri mun vinna náið með yfirlækni bráðamóttökunnar og tekur meðal annars þátt í mönnun og að skipuleggja vaktir. Bráðamóttakan á Selfossi þjónar öllu Suðurlandi og er ein af umfangsmestu bráðamóttökum á landsbyggðinnni, þar sem fjölbreytileiki verkefna gerir vinnuumhverfið spennandi.
Leitað er eftir öflugum og jákvæðum einstaklingi með mikla skipulagshæfileika og getu til að vinna undir álagi í fjölbreyttu, krefjandi og skapandi starfsumhverfi. Um er að ræða nýtt starf á deildinni sem unnið er í nánu samstarfi við yfirlækni bráðamóttökunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Skipulag vaktskema og aðstoð við mönnun vakta
Mannauðstengd verkefni, þar á meðal þátttaka í móttöku og aðlögun nýrra starfsmanna
Yfirsýn yfir daglegan rekstur og starfsmannamál
Ritun og úrvinnsla gagna sem tengjast starfsemi deildarinnar
Önnur verkefni að beiðni yfirmanns
Hæfniskröfur
Reynsla af sambærilegu starfi
Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
Mjög góð excel kunnátta og almenn tölvukunnátta
Framúrskarandi samskiptahæfni
Nákvæmni og sjálfstæði vinnubrögð
Jákvæðni, frumkvæði og lausnarmiðuð nálgun í starfi
Mjög góð þekking á íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi hafa gert.
Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf
Upphafsdagur ráðningar er samkomulag
Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir heilsugæslu-, sjúkrahúss- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austir. Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir heilsugæslu-, sjúrkahúss- og öldurnarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.
Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 18.11.2024
Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Rafnsdóttir, ingibjorg.rafnsdottir@hsu.is
Brynja Kristín Einarsdóttir, brynja.kristin.einarsdottir@hsu.is
Þjónustuaðili
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Upplýsingar um starf
Starf
Verkefnastjóri á bráðamóttöku HSU Selfossi
Staðsetning
Suðurland
Starfshlutfall
50%
Starf skráð
07.11.2024
Umsóknarfrestur
18.11.2024