Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Háskólinn á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Skrifstofustjóri Rektorsskrifstofu

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

05.11.2024

Umsóknarfrestur

19.11.2024

Skrifstofustjóri Rektorsskrifstofu

Laust er til umsóknar fullt starf skrifstofustjóra Rektorsskrifstofu Háskólans á Akureyri. Leitað er að öflugum stjórnanda með víðtæka þekkingu og reynslu á opinberri stjórnsýslu og íslensku háskólaumhverfi.

Starfsemi Rektorsskrifstofu helgast af því að framfylgja lögskipuðu hlutverki rektors og gæta heildarhagsmuna Háskólans á Akureyri. Rektorsskrifstofa hefur yfirumsjón með málefnum sameiginlegrar stjórnsýslu háskólans svo sem gæða- og mannauðsmálum, skjalastjórn, persónuverndarmálefnum, Markaðs- og kynningarmálum, Miðstöð alþjóðasamskipta og Miðstöð doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Starfsfólk skrifstofunnar vinnur mikið saman og með öðrum einingum háskólans.

Skrifstofustjóri Rektorsskrifstofu stýrir starfsemi skrifstofunnar og annast almennan daglegan rekstur, ber ábyrgð á fjárhagsáætlun og eftirliti og eftirfylgni með áætlunum. Í starfinu felst rík ábyrgð á faglegu starfi skrifstofunnar og samhæfing verkefna og verkefnastýring. Skrifstofustjóri er leiðandi á sínu sviði og ber ábyrgð á stjórnsýslu og reglum Háskólans á Akureyri og er aðstoðarmaður rektors ásamt því að vera starfsmaður og ritari háskólaráðs. Skrifstofustjóri Rektorsskrifstofu situr samráðsfundi rektors með forsetum fræðasviða og öðrum yfirstjórnendum háskólans. Það starfsfólk sem heyrir beint undir skrifstofustjóra eru skjalastjóri, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála, forstöðumaður Miðstöðvar alþjóðasamskipta, lögfræðingur, verkefnastjórar á skrifstofu rektors og aðrir sérfræðingar og starfsfólk eftir atvikum.

Næsti yfirmaður er rektor Háskólans á Akureyri. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjón og ábyrgð á regluverki háskólans.

  • Fjárhagsáætlanagerð, daglegur rekstur, eftirfylgni með áætlunum.

  • Yfirumsjón með verkefnum Rektorsskrifstofu og forgangsröðun verkefna.

  • Starfsmannastjórnun Rektorsskrifstofu, þ.m.t. dagleg stjórnun, umsjón með nýráðningum á skrifstofunni, umsjón með vinnustund, starfsmannasamtöl o.fl.

  • Eftirlit með stjórnsýslu háskólans.

  • Ábyrgð á stjórnsýslulegri málsmeðferð og umsjón með málum sem tengjast Háskólanum á Akureyri hjá opinberum aðilum.

  • Fræðsla og ráðgjöf í tengslum við stjórnsýslu, stjórnsýslulög, stjórnsýsluferla, málsmeðferð og góða stjórnsýslu.

  • Umsjón með fundum og starfsemi háskólaráðs.

  • Umsjón með skipun nefnda og ráða á vegum rektors og háskólaráðs.

  • Ýmis aðstoð og ráðgjöf við rektor.

Hæfniskröfur

  • Meistarapróf á sviði stjórnsýslufræði eða lögfræði eða tengdum greinum er nauðsynlegt.

  • Víðtæk þekking á opinberri stjórnsýslu og þekking og skilningur á stjórnsýslulögum er nauðsynleg.

  • Víðtæk reynsla af störfum innan hins opinbera er nauðsynleg ásamt reynslu af notkun og túlkun stjórnsýslulaganna í starfi.

  • Þekking og innsýn í starfsemi íslenskra háskóla ásamt þekkingu á lögum um háskóla og lögum um opinbera háskóla er æskileg.

  • Þekking og reynsla af stefnumótun, breytingastjórnun og mannauðsmálum er æskileg.

  • Starfið gerir kröfu um stjórnunarhæfni og stjórnunarreynslu, hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæðra vinnubragða, skipulagshæfileika, samstarfshæfni og ábyrgðarkenndar.

  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti og reynsla af textaskrifum.

  • Góð almenn stafræn hæfni.

Umsókn skal fylgja:

  • Ítarlegt yfirlit yfir náms- og starfsferil.

  • Afrit af viðeigandi prófskírteinum á íslensku eða ensku.

  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

  • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 19.11.2024

Nánari upplýsingar veitir

Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor@unak.is

Martha Lilja Olsen

Sími: 8957157

Þjónustuaðili

Háskólinn á Akureyri

Upplýsingar um starf

Starf

Skrifstofustjóri Rektorsskrifstofu

Staðsetning

Norðurland eystra

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

05.11.2024

Umsóknarfrestur

19.11.2024