Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Umsjónarmaður aðstoðarfólks á bráðamóttöku
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
20.11.2024
Umsóknarfrestur
02.12.2024
Umsjónarmaður aðstoðarfólks á bráðamóttöku
Bráðamóttakan í Fossvogi leitar eftir þjónustuliprum einstaklingi til að leiða hóp aðstoðarmanna á deildinni. Um er að ræða nýtt starf á krefjandi og spennandi vinnustað sem felur í sér umsjón með öflugum starfsmannahópi í samráði við aðra stjórnendur deildarinnar. Viðkomandi þarf að hafa mikla samskiptahæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Bráðamóttakan sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra einstaklinga þar sem hver dagur er ólíkur þeim næsta og metnaður og umhyggja fyrir skjólstæðingum eru í fyrirrúmi. Unnið er að hluta til á vöktum og um helgar í samráði við stjórnendur. Starfshlutfall er 100% og er gert ráð fyrir að starfið skiptist í u.þ.b. 60% verkefnavinnu og 40% klíníska vinnu.
Um er að ræða ótímabundna ráðningu með 6 mánaða reynslutíma. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun janúar 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hefur umsjón með störfum aðstoðarfólks á deildinni í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
Ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd áfyllinga, flutninga sjúklinga innan og utan deildar og annarra verkefna sem hjúkrunardeildarstjóri felur viðkomandi
Ber ábyrgð á móttöku nýs starfsfólks og aðlögun þeirra
Tekur þátt í ráðningum aðstoðarmanna í samvinnu við aðra stjórnendur
Gerð vaktaskýrslu
Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og í samráði við aðra stjórnendur
Hæfniskröfur
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í teymi
Góð kunnátta á íslensku, talaðri og ritaðri, góð enskukunnátta einnig skilyrði
Góð almenn tölvukunnátta
Þarf að búa yfir sveigjanleika í starfi og geta unnið undir álagi
Frumkvæði í störfum og geta tekið tilsögn
Reynsla af vaktaskýrslugerð er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, umsjónamaður, aðstoðarfólk, teymisvinna
Tungumálahæfni: Íslenska 5/5, Enska 4/5
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2024
Nánari upplýsingar veitir
Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, ahjordis@landspitali.is
Anna Guðný Einarsdóttir, annagudb@landspitali.is
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Umsjónarmaður aðstoðarfólks á bráðamóttöku
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
20.11.2024
Umsóknarfrestur
02.12.2024