Þjónustuaðili
NVS
Upplýsingar um starf
Starf
Þjónustufulltrúar - sumarstörf
Staðsetningar
Vesturland
Suðurland
Norðurland eystra
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
28.01.2026
Umsóknarfrestur
16.02.2026
Þjónustufulltrúar - sumarstörf
Náttúruverndarstofnun leitar að jákvæðum, hjálpsömum og þjónustulunduðum einstaklingum með brennandi áhuga á náttúru og umhverfismálum til sumarstarfa í gestastofum og á tjaldsvæðum stofnunarinnar. Starf þjónustufulltrúa er fjölbreytt, þar sem áhersla er lögð á að veita framúrskarandi þjónustu, miðla upplýsingum, afgreiðslu, umhirðu, ræstingar og að stuðla að jákvæðri upplifun gesta.
Einstaklingar sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu mikilvæga starfi eru hvattir til að sækja um og leggja sitt af mörkum til að bæta upplifun gesta og styðja við verndun náttúru Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð
Móttaka gesta, upplýsingagjöf og þjónusta í gestastofum.
Áfylling og framsetning vara í verslun og daglegt uppgjör tekna.
Símsvörun og svörun tölvupósta.
Ræsting, umhirða og viðhald á gönguleiðum, tjaldsvæðum, gestastofum og áningastöðum þar sem við á.
Umsjón með afgreiðslu, umhirðu og daglegri starfsemi.
Auglýst er eftir þjónustufulltrúum til starfa í Snæfellsjökulsþjóðgarði, Jökulsárgljúfrum/Ásbyrgi og Skaftafelli.
Hæfniskröfur
Framúrskarandi samskiptahæfni og sterk þjónustulund.
Jákvæðni, sveigjanleiki og lausnamiðuð hugsun við fjölbreyttar aðstæður.
Stundvísi, samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð.
Áhugi á náttúruvernd og umhverfismálum.
Geta til að tileinka sér þekkingu á starfssvæðinu.
Gott vald á íslensku og ensku, frekari tungumálakunnátta er kostur.
Gild ökuréttindi.
Vinnuvélaréttindi eru kostur.
Gild réttindi í fyrstu hjálp eru kostur en boðið verður upp á námskeið í fyrstu hjálp í vor.
Geta til að vinna undir álagi og í fjölbreyttu vinnuumhverfi.
Frekari upplýsingar um starfið
Um er að ræða fullt starf og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Náttúruverndarstofnun tók til starfa þann 1. janúar 2025 þegar starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og sá hluti Umhverfisstofnunar sem sneri að náttúruvernd og lífríkis- og veiðistjórnun sameinuðust í nýja stofnun. Stofnunin hefur víðtækt hlutverk í náttúruvernd, sjálfbærri þróun og vernd friðlýstra svæða ásamt umsjón með villtum dýrum og veiðistjórnun. Markmið hennar er að tryggja að náttúra Íslands njóti verndar til framtíðar.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.02.2026
Þjónustuaðili
NVS
Upplýsingar um starf
Starf
Þjónustufulltrúar - sumarstörf
Staðsetningar
Vesturland
Suðurland
Norðurland eystra
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
28.01.2026
Umsóknarfrestur
16.02.2026