Þjónustuaðili
Seðlabanki Íslands
Upplýsingar um starf
Starf
Hagfræðingur
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
07.11.2024
Umsóknarfrestur
21.11.2024
Hagfræðingur
SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða hagfræðing á svið hagfræði og peningastefnu.
Hagfræði og peningastefna annast rannsóknir og greiningu á þróun efnahags- og peningamála, gerir þjóðhags- og verðbólguspár og tekur þátt í mótun stefnunnar í peningamálum. Sviðið hefur m.a. umsjón með útgáfu ársfjórðungsritsins Peningamála og enskri útgáfu þess Monetary Bulletin.
Helstu verkefni og ábyrgð
Hagfræðirannsóknir til birtingar í ritum Seðlabankans eða á öðrum viðurkenndum vettvangi
Þróun og viðhald spálíkana
Þátttaka í gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa bankans
Vinna í tengslum við greiningu og skrif í Peningamál
Tilfallandi verkefni og ráðgjöf á ábyrgðasviðum Seðlabankans
Hæfniskröfur
Meistarapróf í hagfræði
Reynsla af rannsóknum á sviði peninga- og hagfræði
Reynsla af notkun tölfræðiforrita í hagrannsóknum
Gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði á ensku og íslensku
Góð hæfni í að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt
Lipurð í samskiptum og góð hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum
Frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og metnaður í starfi
Frekari upplýsingar um starfið
Frekari upplýsingar veita Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu (thorarinn.petursson@sedlabanki.is) og Erla Traustadóttir, mannauðsráðgjafi á sviði mannauðs og menningar (mannaudur@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember.
Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.
Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 21.11.2024
Þjónustuaðili
Seðlabanki Íslands
Upplýsingar um starf
Starf
Hagfræðingur
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
07.11.2024
Umsóknarfrestur
21.11.2024