Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

DMR

Upplýsingar um starf

Starf

Embætti saksóknara við embætti ríkissaksóknara laus til umsóknar

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

04.11.2024

Umsóknarfrestur

18.11.2024

Embætti saksóknara við embætti ríkissaksóknara laus til umsóknar

Dómsmálaráðuneytið auglýsir tvær stöður saksóknara við embætti ríkissaksóknara lausar til umsóknar. Saksóknarar eru ríkissaksóknara til aðstoðar en ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds. Hann fer með yfirstjórn rannsókna sakamála á landsvísu og sinnir samræmingar- og eftirlitshlutverki um framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum og héraðssaksóknara.

Leitað er að kröftugum einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á refsirétti og meðferð sakamála sem og vilja og getu til að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni sem starfinu fylgja. Saksóknari við embætti ríkissaksóknara flytur m.a. mál ákæruvaldsins fyrir Landsrétti og afgreiðir kærumál vegna ákvarðana lögreglustjóra og héraðssaksóknara um að vísa kæru frá, hætta rannsókn eða fella sakamál niður að aflokinni rannsókn lögreglu.

Hæfniskröfur

  • Embættispróf í lögfræði eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum eða háskólapróf í þeirri grein sem metið verður því jafngilt

  • Reynsla af sakamálaréttarfari, saksókn mála og/eða annarri meðferð ákæruvalds er kostur

  • Reynsla af dómstörfum er kostur

  • Reynsla af lögmannsstörfum er kostur

  • Reynsla af stjórnsýslustörfum er æskileg

  • Reynsla af fræðistörfum er kostur

  • Mjög góð samvinnu og samskiptafærni

  • Áræðni, skipulagshæfni, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð

  • Jákvæð og lausnamiðuð viðhorf, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

  • Mjög góð færni í íslensku, munnlegri og skriflegri

  • Góð færni í a.m.k. einu Norðurlandatungumáli og ensku er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Með umsókn skal fylgja ítarlega starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Saksóknari skal fullnægja sömu lagaskilyrðum og héraðsdómari til skipunar í embætti, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla. Tilgreina skal þrjá núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem geta veitt upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf saksóknara.

Miðað er við að dómsmálaráðherra skipi í embættið frá og með 1. janúar 2025, en um 5 ára skipun er að ræða. Laun eru ákvörðuð í lögum, sbr. 20. gr. laga nr. 88/2008.

Umsóknir óskast sendar rafrænt á netfangið dmr@dmr.is

Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum skal umsækjandi gefa upp netfang sem notað verður til að eiga samskipti við umsækjanda. Tekið skal fram að ráðuneytið kann að óska eftir upplýsingum frá umsækjenda um fjárhag og hagsmunatengsl sem kunna að hafa áhrif á almennt og sérstakt hæfi saksóknara.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 18. nóvember nk.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 18.11.2024

Nánari upplýsingar veitir

Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, ragna.bjarnadottir@dmr.is

Sími: 545 9000

Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, sjf@saksoknari.is

Sími: 444 2900

Þjónustuaðili

DMR

Upplýsingar um starf

Starf

Embætti saksóknara við embætti ríkissaksóknara laus til umsóknar

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

04.11.2024

Umsóknarfrestur

18.11.2024