Þjónustuaðili
DMR
Upplýsingar um starf
Starf
Embætti ríkislögreglustjóra
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
04.12.2025
Umsóknarfrestur
18.12.2025
Embætti ríkislögreglustjóra
Auglýst er laust til umsóknar embætti ríkislögreglustjóra. Leitað er að öflugum leiðtoga með skýra sýn og getu til þess að leiða fólk til árangurs, í þeim tilgangi að móta og efla starfsemi embættisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglu í umboði dómsmálaráðherra. Ríkislögreglustjóri er forstöðumaður embættisins og ber faglega og fjárhagslega ábyrgð á starfi þess. Hlutverki ríkislögreglustjóra er nánar lýst í 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og reglugerð um starfsemi, hlutverk og ábyrgð embættis ríkislögreglustjóra nr. 325/2021. Eitt af hlutverkum ríkislögreglustjóra er að starfrækja lögregluráð sem er formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra og er ríkislögreglustjóri formaður ráðsins.
Hæfniskröfur
Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996.
Öflug leiðtogahæfni og farsæl reynsla af stjórnun og stefnumótun er skilyrði.
Rík samskipta- og samstarfshæfni er skilyrði.
Þekking og yfirsýn yfir verkefni lögreglunnar og skýr framtíðarsýn varðandi embætti ríkislögreglustjóra og þróun löggæslu er skilyrði.
Þekking og reynsla á sviði reksturs og áætlanagerðar er skilyrði.
Þekking og reynsla af umbótastarfi er kostur.
Reynsla af alþjóðasamstarfi er kostur.
Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun.
Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Frekari upplýsingar um starfið
Dómsmálaráðherra skipar í embætti ríkislögreglustjóra til fimm ára í senn sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fela nefnd að fara yfir þær umsóknir sem berast og á nefndin að skila ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Um laun og starfskjör ríkislögreglustjóra fer samkvæmt 39. gr., sbr. 39. gr. a., laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Umsókn skal vera skrifleg og skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir færni viðkomandi til að gegna embættinu í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í 28. gr. laga nr. 90/1996 og auglýsingunni. Í umsókninni skulu einnig koma fram upplýsingar um hvern og einn þeirra þátta sem tilgreindir eru í 28. gr. lögreglulaga og auglýsingunni auk annarra upplýsinga sem varpað geti ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf ríkislögreglustjóra. Með umsókn skulu fylgja afrit af prófskírteinum.
Umsóknarfrestur er til og með 18. desember og skal umsóknum skilað á starf@dmr.is.
Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að liðnum umsóknarfresti.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.12.2025
Nánari upplýsingar veitir
Þjónustuaðili
DMR
Upplýsingar um starf
Starf
Embætti ríkislögreglustjóra
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
04.12.2025
Umsóknarfrestur
18.12.2025