Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Seðla­banki Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur í markaðs- og vaxtaáhættu

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

22.01.2026

Umsóknarfrestur

04.02.2026

Sérfræðingur í markaðs- og vaxtaáhættu

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða áhugasaman og nákvæman sérfræðing til þess að taka þátt í greiningu og eftirliti með markaðs- og vaxtaáhættu fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggingafélaga í deild fjárhagslegra áhættuþátta á sviði varúðareftirlits.

Um er að ræða fjölbreytt og lærdómsríkt starf þar sem tækifæri gefst til þess að öðlast djúpa þekkingu á banka-, lífeyris- og vátryggingamarkaði. Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað til að læra, þróast í starfi og vinna náið með reyndu teymi sérfræðinga.

Svið varúðareftirlits hefur eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga, lífeyrissjóða og annarra fyrirtækja á fjármálamarkaði.Deild fjárhagslegra áhættuþátta hefur meðal annars yfirsýn yfir þróun lausafjár og fjármögnunaráhættu, útlána- og samþjöppunaráhættu, líkana- og eiginfjáráhættu, lífeyristryggingaáhættu, vátryggingaáhættu, markaðsáhættu, eiginfjárgerningum og framsetningu á eiginfjár- og gjaldþolskröfum eftirlitsskyldra aðila. Þá tekur svið varúðareftirlits þátt í mati á kerfisáhættu, í samvinnu við fjármálastöðugleikasvið bankans.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Greiningar og eftirlit með markaðs- og vaxtaáhættu fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggingafélaga

  • Mat á eiginfjárþörf fjármálafyrirtækja vegna markaðs- og vaxtaáhættu

  • Greining og eftirlit með markaðs- og vaxtaáhættu lífeyrissjóða og vátryggingafélaga, þ.m.t. framfylgni við skynsemisregluna / varfærnisregluna.

  • Þróun á aðferðafræði Seðlabankans við mat á markaðs- og vaxtaáhættu fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og vátryggingafélaga

Hæfniskröfur

  • Viðeigandi háskólamenntun sem nýtist í starfi

  • Viðeigandi þekking og reynsla af störfum á fjármálamarkaði er kostur

  • Þekking á R og SQL kostur

  • Þekking á Power BI kostur

  • Rík greiningarhæfni og hæfni til að vinna úr gögnum

  • Góð færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu

  • Frumkvæði, heiðarleiki, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri í starfi

  • Hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum í ræðu og riti á íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Frekari upplýsingar veita Jónas Þór Brynjarsson forstöðumaður fjárhagslegra áhættuþátta (jonas.thor.brynjarsson@sedlabanki.is) og Hólmfríður Þorvaldsdóttir (holmfridur.thorvaldsdottir@sedlabanki.is) mannauðsráðgjafi á sviði mannauðs og menningar. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar næstkomandi.

Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra. Markmið bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt og hvetjandi starfsumhverfi sem einkennist af fagmennsku, heilindum, auðmýkt og áræðni.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 04.02.2026

Þjónustuaðili

Seðla­banki Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sérfræðingur í markaðs- og vaxtaáhættu

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

22.01.2026

Umsóknarfrestur

04.02.2026