Þjónustuaðili
Héraðsdómur Reykjaness
Upplýsingar um starf
Starf
Móttökuritari/skrifstofufulltrúi
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
16.01.2026
Umsóknarfrestur
30.01.2026
Móttökuritari/skrifstofufulltrúi
Héraðsdómur Reykjaness leitar að líflegum og drífandi einstaklingi í fjölbreytt þjónustustarf í móttöku dómstólsins. Héraðsdómur Reykjaness er staðsettur í hjarta Hafnarfjarðar, að Fjarðargötu 9.
Helstu verkefni og ábyrgð
Móttaka viðskiptavina, símsvörun og almenn afgreiðsla
Skráning í málaskrá dómstólanna og frágangur mála
Móttaka greiðslna og afstemming á sjóðsuppgjöri
Umsjón með sendingum til málsaðila o.fl.
Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
Stúdentspróf
Góð samskiptahæfni, þjónustulund og skipulagshæfni
Reynsla af málaskráningu í málaskráningarkerfi er kostur
Mjög góð tölvufærni og færni til að tileinka sér tækninýjungar
Mjög góð íslenskukunnátta og góð enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Ráðið verður í starfið frá og með 1. júní 2026 og eru áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig umsækjandi fullnægi fyrrgreindum hæfniskröfum.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Sameyki-stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði frá birtingu auglýsingar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.01.2026
Nánari upplýsingar veitir
Þjónustuaðili
Héraðsdómur Reykjaness
Upplýsingar um starf
Starf
Móttökuritari/skrifstofufulltrúi
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
16.01.2026
Umsóknarfrestur
30.01.2026