
Þjónustuaðili
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Upplýsingar um starf
Starf
Aðstoðarnótnavörður – Sinfóníuhljómsveit Íslands
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
03.12.2025
Umsóknarfrestur
15.12.2025
Aðstoðarnótnavörður – Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar eftir að ráða aðstoðarnótnavörð í fullt starf. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir drifkrafti og þjónustulund og góðum skipulags- og samskiptaeiginleikum.
Aðstoðarnótnavörður er mikilvægur tengiliður milli nótnasafns og hljómsveitar. Hann vinnur náið með nótnaverði og öðrum starfsmönnum í framkvæmdateymi, leiðurum hljóðfæradeilda og fleirum. Hann sér um að gera nótur aðgengilegar fyrir hljóðfæraleikara, sér um samræmingu á strokaferli og undirbýr æfingaparta eftir atvikum. Hann ber ábyrgð á að nótur standi á hljómsveitarpúltum fyrir æfingar, upptökur og tónleika og sér um frágang þeirra. Aðstoðarnótnavörður annast ýmis önnur verkefni.
Hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun í tónlist æskileg.
Góð tölvu- og tæknifærni.
Yfirgripsmikil þekking á tónlist og nótnalestri.
Góð þekking á starfsemi sinfóníuhljómsveita.
Framúrskarandi samskiptahæfni er skilyrði.
Áhersla er lögð á skipulagshæfni, sveigjanleika, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Frekari upplýsingar um starfið
Sinfóníuhljómsveit Íslands, stofnuð árið 1950, er ein stærsta menningarstofnun landsins með rúmlega 100 manna starfslið. Hljómsveitin heldur úti fjölbreytilegri tónleikadagskrá, hljóðritar til innlendrar og erlendrar útgáfu, fer í tónleikaferðir innanlands og utan, auk þess sem hún stendur fyrir metnaðarfullu fræðslustarfi fyrir börn og fullorðna. Aðsetur Sinfóníuhljómsveitar Íslands er í Hörpu.
Um er að ræða fullt starf. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2025
Nánari upplýsingar veitir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Tölvupóstur: geirlaug@hagvangur.is

Þjónustuaðili
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Upplýsingar um starf
Starf
Aðstoðarnótnavörður – Sinfóníuhljómsveit Íslands
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
03.12.2025
Umsóknarfrestur
15.12.2025