Fara beint í efnið

Þjónustuaðili

Landhelg­is­gæsla Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sjókortagerð

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

06.11.2024

Umsóknarfrestur

21.11.2024

Sjókortagerð

Viltu skyggnast undir yfirborðið?

Viltu fá tækifæri til að taka þátt í því mikilvæga verkefni að kortleggja hafsbotninn með okkur og efla siglingaöryggi? Ef þú ert vel heima í hinni stafrænu veröld landupplýsinga og kortagerðar þá er þetta starf fyrir þig!

Landhelgisgæsla Íslands óskar eftir að ráða öflugan einstakling til starfa í sjómælinga- og siglingaöryggisdeild stofnunarinnar. Um er að ræða starf við sjókortagerð sem og önnur verkefni deildarinnar á sviði siglingaöryggis. Í boði er spennandi starf sem gefur viðkomandi kost á að efla þekkingu og færni á þessu sviði, meðal annars með sértæku námi erlendis í sjókortagerð.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinnsla dýptarupplýsinga vegna sjókortagerðar

  • Vinnsla landupplýsinga fyrir sjókort

  • Vinna við útgáfu annarra sjóferðagagna

  • Önnur verkefni á starfssviði deildarinnar

Hæfniskröfur

  • Menntun og reynsla í landupplýsinga- og kortafræðum er æskileg

  • Þekking á siglingum og sjókortum er kostur

  • Frumkvæði, nákvæmni, öguð vinnubrögð og góð samskiptahæfni

  • Góð tölvukunnátta og gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Frekari upplýsingar um starfið

Um Landhelgisgæsluna:
Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Samkvæmt lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands er henni falið að gæta ytri landamæra og standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu kringum landið. Landhelgisgæslan fer með daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála sbr. varnarmálalög nr. 34/2008, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar NATO/LHG og ratsjár- og fjarskiptastöðva. Þá er eitt af skilgreindum verkefnum stofnunarinnar, sem tiltekin eru í lögunum, sjómælingar, sjókortagerð, útgáfa tilkynninga til sjófarenda, sjávarfallataflna og leiðsögubóka auk annarra rita sem tengjast siglingum.

Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks. Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi – Þjónusta - Fagmennska Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is

Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 21.11.2024

Nánari upplýsingar veitir

Thelma Kristín Kvaran, thelma@intellecta.is

Sími: 511 1225

Lea Kristín Guðmundsdóttir, lea@intellecta.is

Sími: 511 1225

Þjónustuaðili

Landhelg­is­gæsla Íslands

Upplýsingar um starf

Starf

Sjókortagerð

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

06.11.2024

Umsóknarfrestur

21.11.2024