Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Hafrann­sókna­stofnun

Upplýsingar um starf

Starf

Verkefnastjóri á umhverfissviði

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

03.12.2025

Umsóknarfrestur

15.12.2025

Verkefnastjóri á umhverfissviði

Hafrannsóknastofnun leitar að öflugum verkefnastjóra með reynslu af breytingastjórnun til að skilgreina og leiða umbóta- og stefnumótunarverkefni á umhverfissviði stofnunarinnar.

Starfið felst í að þróa og innleiða bætt verklag um gögn- og gæðamál ásamt því að innleiða verklag sem styður við bætta verkefnastjórnun á sviðinu. Verkefnastjóri ber ábyrgð á undirbúningi, stýringu og eftirfylgni stefnumótunarverkefna sem varða faglegar áherslur og framtíðarsýn starfseminnar.

Leitað er að lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur ríka umbótahugsun og góða samskiptahæfileika.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skilgreina og leiða stefnumótunar- og umbótaverkefni.

  • Innleiðing mótaðs verklags um verkefnastjórnun.

  • Þátttaka í undirbúningi og skipulagningu ýmissa verkefna, s.s. greiningar, kostnaðar- og tímaáætlanir.

  • Almennur stuðningur við vinnu tengda verkefnaskipulagi og stýringu verkefna.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi

  • Reynsla af verkefnastjórnun

  • Reynsla af stefnumótunarvinnu, umbótavinnu og innleiðingu breytinga.

  • Leiðtogahæfileikar, jákvætt viðmót og hæfni til að vinna í teymi.

  • Frumkvæði, metnaður og rík umbótahugsun.

  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar.

  • Góð stafræn hæfni.

  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Frekari upplýsingar um starfið


Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá, hámark 2 bls. ásamt kynningarbréfi, hámark 1 bls., á íslensku. Þar skal gera grein fyrir þeirri þekkingu, reynslu og hæfni umsækjanda sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við hæfniskröfurnar í auglýsingunni. Einnig skal fylgja umsókn staðfesting á prófgráðum. Umsækjendur skulu tilnefna a.m.k. tvo meðmælendur.
Við ákvörðun um boðun í starfsviðtal verður sérstaklega horft til gæða umsóknargagna. Við ákvörðun um ráðningu verður, auk framangreindra hæfnisviðmiða, tekið mið af frammistöðu í starfsviðtali og umsagna sem aflað er.

  • Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina.

  • Hafrannsóknarstofnun áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

  • Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

  • Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Um stofnunina
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, heyrir undir Atvinnuvegaráðuneytið og er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna. Stofnunin gegnir auk þess ráðgjafahlutverki um sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Starfsemin felst einkum í fjölbreyttum rannsóknum og ráðgjafastarfi sem oft felur í sér innlent og alþjóðlegt samstarf við háskóla eða aðrar rannsóknastofnanir. Stofnunin rekur auk höfuðstöðvar í Hafnarfirði starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð og tvö rannsóknaskip. Hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 200 manns í fjölbreyttum störfum.

Gildi Hafrannsóknastofnunar eru: Þekking - Samvinna - Þor

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2025

Nánari upplýsingar veitir

Hrönn Egilsdóttir

sviðsstjóri á umhverfissviði Hafrannsóknastofnunar

Tölvupóstur: hronn.egilsdottir@hafogvatn.is

Auður Bjarnadóttir

Tölvupóstur: audur@vinnvinn.is

Unnur Ýr Konráðsdóttir

Tölvupóstur: unnur@vinnvinn.is

Þjónustuaðili

Hafrann­sókna­stofnun

Upplýsingar um starf

Starf

Verkefnastjóri á umhverfissviði

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

03.12.2025

Umsóknarfrestur

15.12.2025