Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Mennta­sjóður námsmanna

Upplýsingar um starf

Starf

Kerfisstjóri

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

28.11.2025

Umsóknarfrestur

08.12.2025

Kerfisstjóri

Menntasjóður Námsmanna óskar eftir að ráða lausnamiðaðan einstakling með góða þjónustulund í stöðu kerfisstjóra. Kerfisstjóri ber ábyrgð á öruggum og áreiðanlegum rekstri upplýsingakerfa. Um fullt starf er að ræða, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. janúar 2026.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Rekstur og viðhald upplýsingakerfa

  • Samskipti við hýsingaraðila um rekstur á búnaði tengdum upplýsingakerfum s.s. netbúnaði, netþjónum o.fl.

  • Samskipti og þjónusta við notendur innan stofnunarinnar

  • Uppsetning, viðhald og rekstur Windows netþjóna og Microsoft lausna (M365)

  • Öryggis- og gæðamál fyrir gögn og upplýsingakerfi

  • Þátttaka í innleiðingum og sérverkefnum

Hæfniskröfur

  • Menntun í upplýsingatækni, s.s. í tölvunarfræði, kerfisfræði eða af öðru sambærilegu sviði

  • Reynsla af rekstri UT-kerfa fyrirtækja og þjónustu við innri notendur

  • Þekking á Microsoft 365, Windows Server, Active Directory og almennum notendahugbúnaði

  • Grunn þekking á netkerfum og innviðum

  • Góð færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund

  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli

Frekari upplýsingar um starfið

Menntasjóður námsmanna er félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það að markmiði að tryggja námsmönnum í lánshæfu námi jöfn tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Hjá MSNM starfa um 30 starfsmenn. Gildi sjóðsins eru: fagmennska, samstarf og framsækni. Nánari upplýsingar má finna á www.menntasjodur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 8. desember 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku), þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Visku stéttarfélag. Athygli er vakin á því að umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 08.12.2025

Nánari upplýsingar veitir

Birna Dís Bergsdóttir

Tölvupóstur: birna@intellecta.is

Sími: 511-1225

Þjónustuaðili

Mennta­sjóður námsmanna

Upplýsingar um starf

Starf

Kerfisstjóri

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

28.11.2025

Umsóknarfrestur

08.12.2025