Þjónustuaðili
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Upplýsingar um starf
Starf
Verkefnastjóri prófagerðar og stafrænnar þróunar
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
25.11.2025
Umsóknarfrestur
05.12.2025
Verkefnastjóri prófagerðar og stafrænnar þróunar
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu leitar að verkefnastjóra prófagerðar og stafrænnar þróunar
Langar þig að hafa áhrif á íslenskt menntakerfi?
Við leitum eftir öflugum verkefnastjóra á sviði prófagerðar sem vinnur jafnframt að áframhaldandi stafrænni þróun þjónustu og lausna innan sviðsins. Viðkomandi verður hluti af kraftmiklum hópi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem sér um þróun matstækja og annarra verkfæra sem ætlað er að styðja við kennslu og nám barna og ungmenna á öllum skólastigum. Um er að ræða eina stöðu í fullu starfi.
Ef þú finnur þig í faglegu og skemmtilegu vinnuumhverfi þar sem starfsfólk brennur fyrir umbótum og þjónustu, ásamt því að hafa ánægju af því að takast á við flókin og viðamikil verkefni gæti þetta starf átt við þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
Eftirfylgni og þátttaka í uppbyggingu stafræns umhverfis Matsferils í samstarfi við stafrænan leiðtoga, sem m.a. felst í samhæfingu verkefna á sviði hönnunar, forritunar og prófagerðar.
Halda utan um framkvæmd prófagerðar, m.a. forprófanir og samráð við notendur.
Daglegur rekstur og framkvæmd prófa og matstækja þvert á skólastig.
Veita skólasamfélaginu ráðgjöf og stuðning við fyrirlögn prófa og matstækja og túlkun á niðurstöðum.
Vinna með öðrum sviðum og samstarfsaðilum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu að því að veita skólasamfélaginu framúrskarandi þjónustu.
Hæfniskröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi – gerð er krafa um framhaldsmenntun t.d. á sviði sálfræði, menntavísinda eða próffræði.
Staðgóð reynsla af verkefnastjórnun á sviði prófagerðar og stafrænnar þróunar.
Reynsla af framsetningu og miðlun tölulegra gagna.
Þekking og reynsla af prófagerð, tölfræðilegri úrvinnslu og forritun er mikill kostur.
Framúrskarandi skipulags-, samskipta og greiningarfærni.
Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
Víðsýni og lausnamiðuð hugsun.
Hæfni til miðlunar í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku.
Frekari upplýsingar um starfið
Um er að ræða fullt starf (100%) og laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum fjármálaráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, annars eftir nánara samkomulagi.
Umsóknir skulu berast á netfangið skjalasafn@midstodmenntunar.is merktar – verkefnastjóri prófagerðar og stafrænnar þróunar. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla og þekking.
Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
Afrit prófskírteina.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 05.12.2025
Nánari upplýsingar veitir
Þjónustuaðili
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Upplýsingar um starf
Starf
Verkefnastjóri prófagerðar og stafrænnar þróunar
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
25.11.2025
Umsóknarfrestur
05.12.2025