Fara beint í efnið

Stangveiðar

Lax-, silungs- og sjóbirtingsveiðar er hægt að stunda um land allt í ám, vötnum og sjó. Afla skal tilskilinna leyfa þar sem þörf er á.

Stangaveiðifélög víða um land annast umboðssölu á veiðileyfum til lax- og silungsveiði en þar fer einnig fram ýmist fræðslustarf. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur má finna nánari upplýsingar um sölu veiðileyfa og veiðisvæði.

Vatnaveiði

Til veiða í vötnum þarf veiðileyfi, en Veiðikortið veitir nær ótakmarkaðan aðgang að tugum vatnasvæða um allt land. Kortið kostar 8.900 krónur og fylgir handbók hverju seldu korti þar sem má finna leiðbeiningar og reglur.

Mörg stéttar- og starfsmannafélög niðurgreiða Veiðikortið.

Sjóstöng í hafi

Það má veiða á sjóstöng í hafi án sérstaks leyfis svo fremi að einungis sé veitt til eigin neyslu. Um útgerð frístundaveiðibáta gilda sérreglur.

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Umhverf­is­stofnun