Fara beint í efnið

Vegabréf, ferðalög og búseta erlendis

Staðfesting starfstímabila

Vottorð um tryggingar- og starfstímabil erlendis

Ef þú ætlar í atvinnuleit á Íslandi þá getur þú fengið vottað að þú hafir verið atvinnuleysistryggður í öðru EES-ríki með U1  vottorði og aukið þannig rétt þinn til atvinnuleysisbóta á Íslandi. Skilyrði er að þú hafir verið launamaður og greitt hafi verið tryggingargjald af launum þínum.

Skilyrði fyrir því að Vinnumálastofnun geti reiknað með tryggingar- og starfstímabilum í öðru EES-ríki er að þú hafir starfað á Íslandi eftir að þú komst til landsins og áður en þú sækir um atvinnuleysisbætur og tímabilin séu staðfest með U1 vottorði frá viðkomandi EES-ríki.. Ef þú hefur ekki unnið neitt á Íslandi eftir að þú komst til landsins og áður en þú sækir um atvinnuleysisbætur þá getur Vinnumálastofnun ekki litið til tímabilsins samkvæmt U1 vottorði til að auka rétt þinn til atvinnuleysisbóta á Íslandi.

Vinnumálastofnun vekur athygli á því að þú þarft ekki að sækja um U1 vottorð nema þú sért orðin atvinnulaus og ætlir þér að vera áfram á Íslandi og þiggja atvinnuleysisbætur.

Vottorð um tryggingar- og starfstímabil erlendis

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun