Fara beint í efnið

Skráning fjölmiðlaveitu

Öll starfsemi sem fellur undir gildissvið laga um fjölmiðla nr. 38/2011 og ekki er leyfisskyld er skráningarskyld.

Fjölmiðlaveita sem ekki stundar leyfisskylda hljóð- og myndmiðlun skal tilkynna fjölmiðlanefnd um starfsemi sína áður en hún hefst. Með fjölmiðlaveitu er átt við einstakling eða lögaðila sem starfrækir fjölmiðil.

Fjölmiðill er hvers konar miðill sem með reglubundnum hætti miðlar til almennings efni er lýtur ritstjórn. Til fjölmiðla teljast m.a. dagblöð og tímarit, ásamt fylgiritum þeirra, netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar.

Eyðublað vegna skráningar fjölmiðlaveitu

Þjónustuaðili

Fjöl­miðla­nefnd