Skráning dreifingaraðila lækningatækja
Samkvæmt lögum nr. 132/2020 um lækningatæki ber dreifingaraðilum lækningatækja að skrá sig hjá Lyfjastofnun.
Lyfjastofnun skráir dreifingaraðila sem eftirlitsþega og sendir þeim reikning fyrir skráninguna samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar. Dreifingaraðili getur hafið dreifingu lækningatækja um leið og skráning er send inn.
Athugaðu að þrátt fyrir að halda skrá um dreifingaraðila lækningartækja heldur Lyfjastofnun ekki skrá yfir lækningatæki.
Hverjir geta sótt um?
Dreifingaraðilar lækningatækja
Afgreiðsla
Samstundis. Hægt er að hefja dreifingu lækningatækja um leið og eyðublaðið er sent inn.
Kostnaður
Kostnaður er samkvæmt gjaldskrá Lyfjastofnunar

Þjónustuaðili
Lyfjastofnun