Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skotvopn vegna atvinnu

Bændur, dýralæknar og aðilar sem fara með meindýravarnir geta fengið sérstakar heimildir til þess að eignast skotvopn til aflífunar á dýrum.

Almennt

Þau sem sækja um leyfi vegna atvinnu þurfa að:

  • vera með starfsréttindi sem dýralæknir,

  • búa á lögbýli og vera með bústofn, eða

  • hafa samning við sveitarfélag um meindýraeyðingu

Skilyrði

Umsækjandi þarf að hafa:

  • náð 20 ára aldri

  • hreint sakavottorð

  • hafa skotvopnaréttindi í B-flokki

  • vera með starfsréttindi sem dýralæknir, búa á lögbýli og vera með bústofn, hafa samning við sveitarfélag um meindýraeyðingu

Umsókn

Umsókn skal senda í tölvupósti á þitt umdæmi.

Í tölvupósti þarf að heimila lögreglu að skoða sakavottorð.

Lögregla skoðar málaskrá lögreglu og sakavottorð við vinnslu umsóknar.

Fylgigögn

Með umsókn þarf að fylga:

  • staðfesting á starfsréttindum sem dýralæknir

  • afrit af skýrslu úr Bústofni, eða

  • samningur við sveitarfélag um meindýraeyðingu

Réttindi

Heimilar eigu og notkun á:

  • hentugar einskota byssur (fjárbyssur) minni en kalíber 22 til aflífunar búfjár, meindýraeyðingar og minnkaveiðar.

Gildistími

Hámark 5 ár.

Þjónustuaðili

Lögreglan